dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júlí 29, 2004

frjókornaofnæmi og syfja

Ég þoli ekki frjókornaofnæmi!!!!
Ég verð alltaf svo skrambi syfjuð þegar "köstin" koma. Get bara ekki gert neitt af viti eftir vinnu. Ég fór reyndar í aukavinnuna í gær eftir vinnu, svo í búðin, eldaði matinn heima hjá mömmu. Svo fórum við mæðginin heim og horfðum á lego spólu, ég lagaði heitt súkkulaði og gaf drengnum möndluköku með. Veðrið var svo hrikalega kuldalegt að þetta var við hæfi og rúmlega það! Jæja, þegar legospólan var búin ( ca 30 mín ) var ég líka búin á því. Við reyndum að byggja saman úr legói en gátum ekki alveg verið sammála. Þ.e. ég misskildi víst allt sem drengurinn lagði til þannig að þetta varð allt ómögulegt bara.  Þá fór ég bara að sofa! Hann fór til ömmu sinnar og ég að sofa. Svo kom hann þegar hann var orðinn syfjaður og ég sver að ég man varla eftir því. Rosalega finnst mér ég stundum glötuð móðir!!! Vildi stundum að ég væri skárri!

Seinna!

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Hvað ef ?

Ég rakst á þessa fyrirsögn í einhverju blaði: Hvað ef Shri héti Sigrún? Las reyndar ekki greinina en þessi fyrirsögn vakti mig til umhugsunar. Ég þekki þetta mál auðvitað ekki innan frá. En einhvern vegin tel ég að ef að konan hefði verið íslensk þá hefði þetta verið blásið meira upp og skipulögð leit verið gert mun fyrr.  En greyið konan og börnin hennar. Ó maður getur bara tárast og ekkert annað.

Hvar er rigningin??

Ég veit að hún er í felum og ætlar svo að koma út úr skápnum á föstudaginn!
Mig langar til að blanda mér Mojito einhvern tímann um helgina. Ef það verður gott veður. Eða bara seinna. Reyndar veit ég bara ekki hvernig þetta er en ég er bara alveg viss um að mér þyki þetta gott. Við sjáum til.

Skrítið hvernig fólk getur látið stundum. Frekjan og tilætlunarsemin til vorkunar. Það er bara þannig að þegar maður er búinn að klúðra öllu sjálfur, þá getur maður ekki verið að ætlast til þess að aðrir hlaupi fram og til baka fyrir mann og leggi á sig heilmikla vinnu aukalega ( ólaunað ) til að redda manni. Getur farið í taugarnar á mér.
Mér finnst reyndar alveg sjálfsagt að hjálpa til ef ég get og sérstaklega ef það er fólk sem er kurteist og dipló. Alls ekki smjaðrandi og vælandi utan í manni. Nei takk.

Ég held að það sé bara komið fyrirmyndarveður og ég er ekki viss um að það sé eitthvað jákvætt á þessum tíma sko! En það er aldrei að vita.

Frunsan er nú ekki farin heim til sín ennþá. En það kemur að því mjög bráðlega held ég.
Lyktin af frunsumeðalinu er mjög spes en maður lætur sig hafa það.

gb

Geiiisp. . .

Æææ, nú langar mig til þess að leggjast niður á gólf og sofa í nokkra tíma!
Búin að borða eina appelsínu og líka hálfa sítrónu blandaða vatni. Hélt að C vítamínið myndi vekja mig. En nei ekki aldeilis.  Þrjú vatnsglös og soldið af áblástursáburði virka ekki heldur til þess að vekja mig. Ég ætla ekki að fá mér kaffi. Það er alveg á hreinu. Frekar legg ég mig bara aðeins. En þetta er svo sljóvgandi og boring að vera alveg að missa augnlokin.

Ég óska þess að skemmtilegur piltur komi fljúgandi inn um gluggann minn og segi mér skemmtisögur fram á kvöld. . . eða skemmti mér á annan hátt.

Jæja gb

sunnudagaskóli með Villa og Kára!

Vaknaði í gærmorgun með ægilegan verk í efri vörinni. Og jú jú, risafrunsa búin að koma sér fyrir undir skinninu á mér þar. Oj, ógeð! (mætti halda að ég væri skyld SG: alltaf frunsa þegar eitthvað spennandi er að nálgast; þjóðh.incl.) En jæja ég var algerlega með áblástursáburðinn við vörina allan gærdaginn. Og viti menn þetta er allt á undanhaldi. Gott ef ég verð ekki komin aftur með mína fögru efrivör fyrir helgina :-) algjört möst maður!

Annars var gærdagurinn frekar leim eitthvað. Fór í aukavinnuna eftir vinnu og svo bara heim að gera einhvern vegin ekki neitt. Hefði átt að laga svolítið til fyrir helgina. Eða setja í þvottavél. En nei ekki aldeilis að nenna því. Fór svo bara snemma, þannig lagað, að sofa og vaknaði síðan algerlega búin á því vegna þess að það var svo geðveikt mikið að gera hjá mér í svefninum. Þvílíkir draumar. Þeir bræður Kári og Villi komu í heimsókn og ég áttaði mig bara á því að við erum ægilega miklir vinir. Ekki vissi ég það. Svo var stríðsástand og ég var alltaf að reyna að halda sunnudagaskóla á efstu hæð í risahúsi og þurfti að klifra niður vegginn til að komast aftur niður því að það mátti enginn sjá mann fara niður stigann.  Þetta gerði maður samviskusamlega en vá hvað ég var orðin þreytt eftir nokkur skipti. Það var samt í lagi að labba upp stigann. Hvort maður átti þá bara að vera uppi forever? En V&K stóðu sig rosalega vel í peppinu. Sýndu mér ægilegan stuðning. Og stóðu sjálfir fyrir atriðum í sunnud.skólaum. Mikið eru þetta góðir drengir. Sjarmatröll í draumi að minnsta kosti. En þegar við höfðum bjargað nokkrum barnasálum þá var bara öllu lokið; báðir á braut og ekkert nema klukkuskriflið gargandi upp í eyrað á mér. Óþarfi að öskra maður! ...eða klukka.

Ég er sem sagt frekar þreytt og vonsvikin núna. Mér finnst að ég hefði átt að fá að hafa a.m.k. annan bróðurinn áfram! Sammála!

Hvað meira. Já smá umræða um námslán. Hver er munurinn á því að greiða námslán til baka eða t.d. bílalán? Hvort er mikilvægara? Hvort er erfiðara? Ég hef aldrei tekið námslán þannig að ég veit ekki um hvað málið snýst, þannig lagað.

gb

 

Vaknaði í gærmorgun með ægilegan verk í efri vörinni. Og jú jú, risafrunsa búin að koma sér fyrir undir skinninu á mér þar. Oj, ógeð! (mætti halda að ég væri skyld SG: alltaf frunsa þegar eitthvað spennandi er að nálgast; þjóðh.incl.) En jæja ég var algerlega með áblástursáburðinn við vörina allan gærdaginn. Og viti menn þetta er allt á undanhaldi. Gott ef ég verð ekki komin aftur með mína fögru efrivör fyrir helgina :-) algjört möst maður!

Annars var gærdagurinn frekar leim eitthvað. Fór í aukavinnuna eftir vinnu og svo bara heim að gera einhvern vegin ekki neitt. Hefði átt að laga svolítið til fyrir helgina. Eða setja í þvottavél. En nei ekki aldeilis að nenna því. Fór svo bara snemma, þannig lagað, að sofa og vaknaði síðan algerlega búin á því vegna þess að það var svo geðveikt mikið að gera hjá mér í svefninum. Þvílíkir draumar. Þeir bræður Kári og Villi komu í heimsókn og ég áttaði mig bara á því að við erum ægilega miklir vinir. Ekki vissi ég það. Svo var stríðsástand og ég var alltaf að reyna að halda sunnudagaskóla á efstu hæð í risahúsi og þurfti að klifra niður vegginn til að komast aftur niður því að það mátti enginn sjá mann fara niður stigann.  Þetta gerði maður samviskusamlega en vá hvað ég var orðin þreytt eftir nokkur skipti. Það var samt í lagi að labba upp stigann. Hvort maður átti þá bara að vera uppi forever? En V&K stóðu sig rosalega vel í peppinu. Sýndu mér ægilegan stuðning. Og stóðu sjálfir fyrir atriðum í sunnud.skólaum. Mikið eru þetta góðir drengir. Sjarmatröll í draumi að minnsta kosti. En þegar við höfðum bjargað nokkrum barnasálum þá var bara öllu lokið; báðir á braut og ekkert nema klukkuskriflið gargandi upp í eyrað á mér. Óþarfi að öskra maður! ...eða klukka.

Ég er sem sagt frekar þreytt og vonsvikin núna. Mér finnst að ég hefði átt að fá að hafa a.m.k. annan bróðurinn áfram! Sammála!

Hvað meira. Já smá umræða um námslán. Hver er munurinn á því að greiða námslán til baka eða t.d. bílalán? Hvort er mikilvægara? Hvort er erfiðara? Ég hef aldrei tekið námslán þannig að ég veit ekki um hvað málið snýst, þannig lagað.

gb

 

mánudagur, júlí 26, 2004

brúðkaupið liðin tíð og stútungasaga

Jæja, þá er einn af mínum kærustu vinum genginn út. Ja einhvern veginn átt ég alveg eins von á að hann Heiðar minn yrði alltaf skuldbindingafælinn áráttupiparsveinn :-) En, ekki aldeilis. Hann féll auðvitað fyrir sjarmadrottningunni Ingunni Rögnu. Og elti hana uppi þar til hún játaðist honum:-) Eða það var eiginlega þannig skilst mér! En vá hvað brúðkaupið var fagurt og þau svo fögur líka! Svo var veislan stórglæsileg. Það var bara svolítið heitt í salnum þar sem veðrið sem var í boði Og Vodafone klikkaði ekki og var með því glæsilegasta sem maður getur hugsað sér. En það kom ekki að sök, því að mér fannst ég bara komin aftur til Spánar í annað brúðkaup :-)

Svo verð ég að segja það að hann Heiðar ætti að bara að gifta sig oftar! Það má alveg vera sama konan sko. En það var nefnilega þannig að það voru þarna svo margir gamlir kunningjar sem maður hefur misst samband við og það var bara svo gaman að hitta t.d. Gísla og svo auðvitað Guðrúnu Jónu og Mörtu, foreldra Heiðars og líka syni Guðrúnar Jónu og Mörtu. Long time, no see!

Í gær fór ég svo í Heiðmörk að sjá Stútungasögu og ég verð bara að segja það að mér finnst afar ótrúlegt að þarna sé um áhugaleikara að ræða. Greinilegt að náðargáfa Talíu snertir suma og leyfir þeim að þroskast í list sinni án þess að þurfa að mæta í sérstakan skóla! Mikið stóðu allir sig vel og leikmyndin og sagan sjálf voru bara snilld. Ekki var heldur verra að uppgötva að það voru hvorki meira né minna en þrír Vestmannaeyingar í verkinu. Þ.e. leikarar:-)  Þeir stóðu sig auðvitað langbest af öllum!! Við erum alltaf best, alls staðar! :-)
Umhverfið var líka bara snilld því að leikritið fór fram allt í kringum mann úti í guðsgrænni náttúrunni. Ég MÆLI MEÐ því að hver og einn reyni að gera sér ferð í Heiðmörk og sjá þessa yndisfögru sýningu. Og hún er líka í lagi fyrir börn. Ég hélt að þetta yrði eitthvað gróft og ofbeldisfullt. En þetta er svo vel gert að ég myndi alveg fara með son minn sem er 7 ára.

Eftir sýninguna kom ég svo við í Hveragerði og keypti afmælisblómvönd hana móður minni sem átti einmitt afmæli í gær.

Svo kom upp frekar ólíkleg morning after feeling. Þannig að... ég kom við á Selfossi og fjárfesti í einni með öllu í pylsusjoppunni við brúna. Aah, hvað hún var góð!! mmm...
Svo var það bara Herjólfur og þaðan heim!

Valli K dvaldi hjá föður sínum um helgina og  kemur aftur heim á morgun. Mmm, mikið verður það nú gott að hitta hann aftur. ( Ókei ég veit að þetta hljómar afar móðursýkislega en það er bara þannig að naflastrengurinn er ansi stuttur á milli okkar ( það gleymdist sko að klippa á hann þegar hann fæddist)  og því er hann mjög strekktur í augnablikinu. Og það er svo vont skal ég segja ykkur.

Bless í bili!!

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Stútungasaga

Ég ætla að sjá leikrit á sunnudaginn. Það verður sýnt undir berum himni í Heiðmörk. Þetta er víst gamanleikrit um Íslendingasögurnar.
Mér líst öfga vel á það.
Svo langar mig geðveikt að fara á málverkasýningu Ragnheiðar Rutar Georgsdóttur, dóttur Gogga heitins í Klöpp. Hún er alltaf svo megahress og bara svo mikill ljómi, dreifir gleðigeislum hvert sem hún fer! Ein af þessum með orkugjafirnar og útgeislunina. Sýningin verður á Thorvaldsen og þykir víst bara nokkuð fínt að vera boðið að sýna þar.

 

Rottuhrollur ;-(((

Ojojojojojojoojojojojojojojojojojojojjjjjjjj....barassssssssttaaaa!!!
Það var svo ömurlega disturbing umræður í vinnunni minni í morgun að ég er að drepast úr hrolli. Það voru nokkrar lýsingar á rottustríði fólks hér í bæ. Einn komst að því að það væri HREIÐUR í þakkassanum hjá honum. Ohhh. Og annar lenti í að hann var að fara að grilla og þegar hann lyftir lokinu að grillinu þá sér hann eina pattaralega. Hann skellir niður og hún á milli. Þegar hann hafði losað sig við hana þá kláraði hann gaskútinn. Lét bara loga í grillinu þvílíkt lengi. Ooo ég er nefnilega með eitt stykki útigrill á dyrapallinum mínum. Svo var ég að setja á það yfirbreiðslu en finnst það eitthvað svo skerí því að hvaða rotta sem er gæti laumast þar undir og átt heima þar þessvegna...
Svo er annað sem ég gæti tryllst út af bókstaflega og það er að allir kettir í bænum eru með störu ofan í hvert einasta niðurfall gatnakerfisins. Mig langar ekkert smávegis til þess að dúndra slatta af rottueitri þar niður :(     (Alveg heilann helling sko)
Ég er líklega með svona mikinn hroll út af þessu vegna þess að ég bý í kjallara og ég þoli ekki gluggana í íbúðinni minni. Vildi heldur hafa opnanlegu fögin ofar. En það verður víst að bíða hærri tekna af minni hálfu  (eða færri brúðkaupsferða, hmm ;-) hahaha.

Æ mig langaði bara til að deila þessu!!! Oj ég vona að ég komist yfir helvítis gæsahúðina á bakinu á mér. Hrollurinn læðist að mér annað slagið og skríður frá hnakka og niður á milli herðablaðanna. Og  þaðan út í handleggi og endar svo með óstjórnlegum pirringi í fótum sem leiðir til þess að ég er oft að svona "tappa" löppunum í gólfið. Ætli þetta sé merki um að ég þjáist af rottufælni?? Eða eru allir svona. Mér finnst það alla vega mjög eðlilegt að flestir nema Ási galdró væru svona... En ég veit bara ekkert um það.

Jájá ég bið bara að heilsa...eða ætti ég kannski bara að segja: best regards from Rat-island :-)

fimmtudagur, júlí 15, 2004

kemistrí, stafsetning og fleira...

Skondið hvað sumt lætur manni líða vel. Til dæmis fólk og stundum hlutir :-) Sérstaklega fólk. Það er svo ótrúlegt að maður skuli alltaf reglulega upplifa það að einhver manneskja sýgur úr manni alla orku og gerir mann bara dálítið doms. Jæja, sem betur fer þá er þetta nú ekki svo algengt að maður þurfi að leggjast í þunglyndi yfir því. Sumt fólk gefur manni líka svo mikla orku og maður verður svo voða glaður og stundum líka duglegur þegar maður er nálægt þessu fólki. Svo eru það hlutirnir sem minna mann á þetta fólk og þá líður manni líka vel. Ég er til dæmis búin að vera að tapa mér hérna á heimasíðu sem Sóley sendi mér. Einhvers konar netbúð. Jæja, það er margt að skoða þar og svo margt sem minnir mig á Sóley. Til dæmis allt dótið með maríubjöllunum. Það er bara svo mikið hún :-) Maður fer bara til hennar í huganum þegar maður sér þetta. Eins og þegar ég keypti mér fluguseríu (ljós) bara vegna þess að hún minnti mig svo mikið á Sóley.

Hvað ætti ég að skrifa meira. Ég held einhvern veginn að ég sé að skrifa svo mikið sóló hér að það hálfa væri nóg. En hvað um það. Ég skrifa bara því að mér finnst það skemmtilegt. Og ekki veitir manni af að æfa sig í stafsetningunni. Sumt er farið að upplitast í minningunni og ef maður ætlar að verða kennari þá þarf maður að vera í góðri skriftaræfingu.

En hvað um það. Planið er að halda enn eitt matarboðið í kvöld. Núna eru það Margrét Lilja og Baldvin Búi. Við höfum ekki sést í margar vikur. Þannig að það er kominn tími á eitthvað skemmtilegt. Mér fannst reyndar alveg rosalega fyndið að Baldvin B. hringdi í Valla K. síðastliðinn mánud. eða þriðjud. morgun. Og þeir voru bara að spjalla þvílíkt lengi. 7 ára. Meðal annars voru þeir að ræða um næstkomandi afmælisveislu sem mæður þeirra lofuðu á síðasta ári að halda suður á eyju í þjóðhátíðartjaldi, með útigrilli og ratleik og svo framvegis. Mjög góð hugmynd fyrir þá sem ekki eiga stór hús. Jæja við sjáum til hverju við nennum þegar til kastanna kemur. (segir maður nokkuð þegar til kastanna lætur???, afsakið hvað ég er orðin rugluð!!) Skiptir ekki öllu máli.


Annars er maður bara vel stemmdur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja skemmtilega gistingu fyrir okkur stórfjölskylduna, næsta sumar. Mig langar mest til að búa í Höll. Það er ekkert svo agalega dýrt. En kostar þó soldinn pening. Það skýrist allt síðar.

Á laugardaginn er Vestmannaeyjamót í frjálsum íþróttum og mun sonur minn keppa þar í öllum greinum. Vonandi að hann verði ekki jafn nervus og í fyrra. Þegar hann var svo meðvitaður um að við værum að fylgjast með honum að honum fipaðist verulega í langstökki og boltakasti. Æ litla dúllan, ég upplifði mig sem kröfuharða foreldrið sem mætir á svæðið, öskrar og gargar og slær þar með krakkann út af laginu. Fer svo í fýlu þegar barnið nær ekki á pall. Maður hefur alveg séð svoleiðis foreldra. Því miður.

Á maður eitthvað að hætta sér út í stjórnmálaumræður á þessum vettvangi?

Iamgonewiththewind,goodbyemyfriend...

miðvikudagur, júlí 14, 2004

matarboð hjá Stefaníu og þriggja botna seglskúta

Ég og VK fórum í mjög gott matarboð hjá Stefaníu í gærkv. Alveg glimrandi góður matur. Sonja Andrésd. var þarna ásamt dóttur sinni. Jón Högni unnusti Stefaníu sá um að stjana dálítið við okkur áður en hann fór út á sjó. Takk fyrir mig.

Ég sá alveg frábært leiktæki í sjónvarpinu áðan. Þetta er þriggja skrokka seglskúta (án mótors). Mikið rosalega held ég að það sé skemmtilegt að sigla þessu. Hún er það létt og svo sniðug að það er hægt að fella hana saman og setja hana á toppinn á bílnum. Svo ristir hún bara 15 cm. þannig að svo virðist sem hér sé um notendavænan hlut að ræða. Ég gæti vel hugsað mér að prófa hana. Fyrst maður þarf engin próf, bara 5 mín. fræðslu. Mér finnst samt skrítið ef maður þarf ekki að sýna fram á einhverja kunnáttu eða færni áður en maður getur farið að sigla þessu. (hún kemst víst í 42 hn., sem er mjög mikið!) Jæja maður lætur sig bara dreyma. Þið getið skoðað heimasíðu innflytjandans: merkilegt.is


Bless í bili

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Gott veður í gær

Í gærkvöldi var svo frábærlega gott veður að við mæðginin fórum í 2 tíma gönguferð "upp í sveit". Fórum hinn fræga Steinstaðahring. Með klettakönnun og gróðurupplifun. Yndislegur ilmur af blóðbergi og fleiri jurtum fyllti vitin og við nudduðum blómunum í lófana og fengum þ.a.l. dásamlegan ilminn með okkur heim. Það er verst að ég er greinilega með ofnæmi fyrir nánast öllu. Ég gat varla hreyft puttana þegar ég kom heim. Skrítið, alveg eins og með greni. Hélt að það væri bara það.
En allavega það er langt síðan vindurinn hefur hvílt sig jafn mikið hér í eyjum og í gær. Hann er líka kominn á fullt í dag ;-( .

Það er gaman að búa á Íslandi þegar veðrið er svona gott. Miðnætursólin er óborganleg og bætir alveg upp myrka vetrardaga.

Annars er fátt á döfinni hérna megin í veröldinni. Ég gerði reyndar tilraun til að hefjast handa með að endurskipuleggja herbergi prinsins en féllust hendur eftir 10 mínútur. Þvílíkt dótarí. Það þýðir heldur ekki neitt að hafa barnið heima því að allt sem lendir í ruslapokanum er dregið þaðan aftur og litið á mann með þvílíkum bambaaugum: mamma, hvernig datt þér í hug að henda ÞESSU??????

Ég verð að sæta færist þegar hann er að heiman ;-)

Ég er að drepast úr leiðindum ef ég á að vera hreinskilin. Vonandi lagast það fljótlega!!

mánudagur, júlí 12, 2004

Hætt að hugsa um Þjóðh.

Jæja ekki orð um Þjóðh. fyrr en um mánaðamótin.
Gamall vinur hringdi í mig áðan og stakk upp á því að við færum saman til Frakklands. Í rómantíska ferð! Trúið þið því? Ég sagði kannski! Hef eiginlega ekki tíma núna!

Eina ferðina enn, vangaveltur um þjóðhátíð!

Það er að koma þjóðhátíð, vissir þú það? Ég er nú ekkert allt of spennt en mun líklega endurtaka þetta eins og í fyrra, þ.e. barnadagskráin þangað til á sunnud. kv. kannski!! Eða bara barnadagskr. Mér finnst það samt svolítið dýr pakki, kr. 8.800 fyrir að fara á setninguna, horfa á frjálsar íþr. fimleika, brúðubílinn, söngvakeppni barna og Dans á Rósum. ( fös), brúðubíllinn, barnaball og leikf.vestm (lau) og barnaball, fimleika, leikfélag vm. (sun).

En það er annað hvort það eða taka allan pakkann og þá verður maður líklega ekki í formi fyrir barnadagskrá nema fyrsta daginn. En drengurinn er greinilega orðinn góðu vanur, með fylgd og alles. Reyndar var ég ekki búin að nefna það að ég myndi nátt. vera líka á kvölddagskránni og það er alltaf megagaman að sjá brennuna og flugeldana og svo brekkusönginn, jú nó!

En ég fékk alveg smá sting í gær þegar ég var að brasast í þvottahúsinu. Fann ég ekki tösku sem í var þetta líka forláta ferða kokkteilsett!! síðan í síðustu heimsókn Sóleyjar til Vm. 2002. Oh hvað mig langaði eitthvað mikið til að fá mér Cosmo og svona með henni! En það verður líklega í desember sem sá draumur mun rætast. Ég er alls ekki nógu ánægð með okkur í þessu sambandi. Það verður að fara að gera áætlun sem maður getur staðið við. Til dæmis eins og í upphafi þegar við höfðum það fyrir reglu að hringja fyrsta mánudag í mánuði. Og skiptumst á til að fara ekki á hausinn í símareikningi. En með tilkomu símakorta hefur tíðni símtalanna aukist hundraðfallt. Þannig að ef maður setur sér markmið um að hittast einu sinni á ári og skiptast á til að flugmiðarnir setji mann ekki á hausinn, þá er aldrei að vita nema að þróunin verði þannig að maður geti aukið tíðnina þó ekki væri nema tvöfalt. Hvernig væri það?

Jæja, ég held að Sóley haldi að ég sé enn sofandi í blogginu og ég ætla sko að taka tímann á henni :-) Voða eitthvað!!


Tapas o. fl.

Tapas kvöldið var náttúrulega brillíant. Smá breyting frá upphaflegum matseðli en það var nú í góðu lagi. Við sátum til kl. 3 að spjalla. Áa kom með dásamlegan eftirrétt a la Elliði Aðalsteins :-) Herlegheitin bera nafnið "Fölsk fullnæging". Við vorum sammála um að hún væri bara ekkert fölsk því við vorum alsælar með hana. Þurftum sko ekkert meira.

Annars var helgin ákaflega róleg og notaleg bara. Góður tími með syninum. Tvö kósýkvöld í röð og fleira.

Veðrið á sunnud. var svo frábært að við smelltum okkur út í garð í sólbað. Það var stundum svolítið kalt en við áttum ekki í vandræðum með að redda því :-) Höfðum bara með okkur teppi til að breiða yfir okkur þegar vindurinn blés. Þetta var að minnsta kosti skemmtilegt og það vottar fyrir fölbleikum lit á enninu á mér.

Þvottahúsið er komið í fullt gagn og dáist ég að því nokkrum sinnum á dag :-)

Jæja, ég er farin!

föstudagur, júlí 09, 2004

Þjóðhátíð

Ég stend frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun: á ég að vera á Þjóðhátíð eða ekki. Mig langar mest til útlanda en það er ekki alveg að virka samt. Bæði dýrt og svo yrði það svo voða stutt ferð ;-)
En jæja, ég gæti líka farið á fastalandið með afa og ömmu og verið í Reykjó eða hitt Fanney og co í Fljótshlíðinni.
Svo er það barnið. Hann ætlar sko að vera á Þjóðhátíð og fer bara að orga ef ég viðra hugmyndir mínar um annað. Ég ætla bara að segja ykkur hvernig þetta var í fyrra. Þá fórum við saman og vorum saman. Ég fór heim með honum eftir miðnættið bæði fös og lau og var heima. Svo fór ég bara aðeins aftur á su. þegar hann var sofnaður. Þannig að barnið fékk vitaskuld toppservice. Sem er gott og er líka bara gaman. En þetta er ógeðslega dýrt. Alltaf eitthvað sem fellur til aukalega. Ég geri ekki lítið úr þeirri skemmtun sem við fengum þarna saman mæðginin. En þetta er samt voða sjoppulegt þegar fer að líða á kvöldið og í raun er það alltaf veðrið sem ræður hvernig þetta lítur út allt saman.
En jæja, ég er eiginlega að bræða með mér smá plan: vera á Þjóðhátíð með soninn þar til að hann verður ca 13 ára og leggjast þá alltaf í ferðalög um þennan tíma. Safarí í Afríku, málaskóla á Ítalíu, heimsækja Sóley til Indlands eða Am. o.s.frv. Hvernig hljómar þetta? Soldið sniðugt finnst mér. :-)

Við sjáum til!

Búið að mála

Jæja þá er þvottahússgólfið orðið fínt. Ég get flutt inn í kvöld og byrjað að setja í þvottavél. Einmitt það sem ég þarf.
Mikið rosalega er ég að hlusta á skemmtilegt útvarpsefni. Miðaldatónlist. Oh, hún er svo falleg. Ég get alveg brjálast. Já, ókei ég gengst við þessu án þess að skammast mín: Ég hlusta á gufuna. Og er það eiginlega eina útvarpið sem ég nenni yfirleitt að hlusta á. Er maður þá gamall í sér? Ég hef reyndar alltaf verið það þannig að það ætti ekki að koma á óvart. En allavega þá finnst mér Gufan bara best. Sambland af öllu því skemmtilegasta.

Stutt yfirlit um tapasréttina sem ég ætla að reiða fram í kvöld:

steiktir og svo rósavínssoðnir kjúklingaleggir með hrísgrjónum og grænm.( eftirlíking af Paella en ég kann ekki að gera hana og langar ekki til þess því að ég er með ofnæmi fyrir skelfiskinum sem á að vera í henni)
brauðsneiðar með villipaté
laxarúllur með aspas
brauðsneiðar með túnfiski og grænmeti
tortilla með grænmeti
gúrkusneiðar með hvítlauks philadelfia osti og sterkri pepperonipylsu
ofnbakaðar beikonvafðar döðlur

Mattheus rósavín er reyndar portugalskt en við látum okkur hafa það. Rósavínið á kjúllanum er ekki mattheus. Bara taka það fram.
En ég á spænskt rauðvín þannig að það verður áreiðanlega tekið fram.



Jæja, ekki meira að sinni.

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Ég gefst upp á þessu!

Ég hef eitthvað betra að gera en að reyna að breyta útlitinu á þessari dagbók. Ég ætla að sætta mig við það að ég hef ekki alveg nógu góðan skilning á þessu. Best að fara í heimsókn til Andra Hugo. Aldrei að vita nema að hann geti gefið mér góð ráð!.

So be it.

Óli stjarna

Ég gleymdi að segja frá því að þegar ég var að fljúga frá London í síðustu viku þá var Óli stjarna að ferðast með sömu vél. Ég er svo skrítin að mér finnst óperusöngvari allt í einu mesta sjarmatröll landsins. Hér ræðir um Ólaf Kjartan Sigurðsson eða Fígaró eins og mér finnst eiginlega fara honum best. Svo lék hann líka Emil í Kattholti fyrir ca 25 árum. Og varð þar með mín fyrsta ást. 6 ára. Vá hvað hann var sætur. Hann er það ennþá reyndar. Svo heitir mamma hans sama nafni og ég og er kennari. Fjölskyldan bjó í eyjum þegar ég átti að byrja í skóla og það urðu fyrstu alvöru vonbrigði mín, svona sem enn sitja í mínu götótta minni ( reyndar virðist ég muna betur það sem gerðist fyrir löngu síðan en það sem gerðist í gær!), að hún myndi ekki kenna mér í fyrsta bekk. Þau fluttu nefnilega það sama haust. Æ, hvað ég hef verið búin að ímynda mér að ég yrði í uppáhaldi vegna nafnsins, en í staðinn fékk maður bara að heyra hvað þetta væri skrítið nafn. (Hér er sennilega komin ástæðan fyrir draumnum um að heita María, Eva eða Elísabet, eða bara eitthvað annað held ég!, allt þessu að kenna. Hugsið ykkur hvað það hefði verið gaman fyrir mig!. Æ, nú er ég bara hætt þessu. En núna veistu að mér finnst Óli stjarna sætur! Lítið bara á hann.

Skólastúlkan síkáta

Eins og glöggir lesendur sjá, þá hef ég verið að gera nokkrar tilraunir með útlit og titil síðunnar. Upplýsingatækni og skólastarf 2003 er fokið út í veður og vind og ég hef ákveðið að prófa athugasemdakerfi blogger í staðinn fyrir hitt sem var alveg steindautt. En ég er alls ekki ánægð með þetta kerfi. Ég vil bara að fólk geti skrifað nafnið sitt. Ekkert að vera að skrá sig inn og svona. ´

Ég byrjaði sko á að skíra síðuna: lata skólastúlkan, en eins satt og það er þá finnst mér það ekki alveg henta ímynd minni. Ég held líka að með því að nota svona orð þá ögri maður "karmanu" sínu og verði þá að endingu húðlatur. Það er bara alveg nóg í bili. Ég ætti eiginlega að hafa þetta duglega skólastúlkan. Það verður líklega þannig í haust. En í dag er ég í góðu skapi þannig að það verður bara skólastúlkan síkáta. Út af því að ég er í sunmarfríi frá náminu.
Undirtitillinn segir sig auðvitað sjálfur. Dægurflugur og loftkastalar. Það er nákvæmlega það sem hingað ratar.

Ég vona að þetta falli í kramið. Ef ekki þá verður þetta bara síðasta heimsóknin þín hingað!! :-) vonandi ekki. Mér finnst nefnilega lúmskt skemmtilegt að vita að einhver er að lesa þetta. Eins og ég er nú hlédræg. :-)

Bless.

Kommentakerfi, innlegg í skó, málning og þrif..og loftkastalar.

Ég gæti brjálast. Kommentakerfið er búið að vera niðri í marga mánuði. Ég vildi óska að einhver góðhjartaður myndi hjálpa mér að gera nýtt. Ég verð að finna út úr þessu. Leiðinlegt að hinir fjölmörgu lesendur geti ekki tjáð sig. ;-) Eða þannig.

Jæja ég málaði þvottahúsið í gær og ætla að fara aðra umferð í kvöld. Við vorum að kafna úr lakkangan í allt gærkvöld. En svona er það. Ég skrúbbaði meira að segja baðherbergið hátt og lágt á eftir. Ég sakna þess svo rosalega að hafa ekki Sóley hérna á landinu. Hún gefur mér orku. Rekur mann í gera hluti sem maður hefur trassað lengi. Og býðst til að hjálpa manni líka. Ekta vinkona maður. Ég þarf stundum svona fólk í kringum mig til að vakna upp af komanu sem ég fer stundum í, í sambandi við húsverk og viðhald. (á húsi). Þegar Sóley kom til Íslands árið 2002 þá píndi hún mig til að mála einn vegg sem þurfti að mála. Það var það síðasta sem ég málaði á heimilinu. Ég er semsagt í Nostalgíukasti núna. Mála og óska þess að Sóley væri hér! Eða ímynda mér það.

Ég svaf illa í nótt. Sonur minn þarf að nota innlegg í skóna. Og hefur eitthvað verið að svíkjast undan. Svo fór hann með þau í skónum á leikjanámskeið/frjálsar. Svo var barnið alltaf að vakna upp með hræðilegan verk í hægri fætinum. Hágrátandi lítill strákur og rosalega þreytt móðir. En auðvitað reynir maður allt sem maður getur til að láta honum líða betur.
Svo las ég á blogginu hjá Önnu.is um leiklistartherapíu í sambandi við tannburstun. Já ég lék þennan leik ósjaldan. Eins og Anna segir þá verður maður þreyttur. Nema að ég rifjaði þetta upp í gær og viti menn, ég ætlaði varla að fá drenginn til að hætta að bursta. Góð hugmynd fyrir foreldra. Að elta ímyndaða Karíusa og Baktusa um allan munn. Sjá Ömmu þeirra og systur og s.frv. Ná liðinu svo upp á tannburstann og skola út í sjó. Klikkar ekki!

Annað kvöld ætla ég svo að hafa Tapas kvöldið og ég er að hugsa um það hvað ég eigi að velja. Það eru 100 uppskriftir í bókinni. Þannig að ég verð að fara að ákveða mig.

Núna er ég að hugsa um ferðalög. Nýjasti loftkastalinn er málaskóli til Ítalíu eða Frakklands eða eitthvert annað. Það er hægt að fara í svona skóla í 2 vikur og á Ítalíu er líka hægt að fara á listanámskeið og fleira í tengslum við námið. Mjög spennandi. Ég held að ég geri þetta þegar einkabarnið er orðið 10 ára. Því að þá getur hann komið með og farið sjálfur á eitthvað námskeið.
Mér finnst þetta mjög spennandi kostur. Ekki of langt. Smá lærdómur í bland við skemmtun. Ekki það að ég láti mig dreyma um að geta talað ítölsku eftir 2 vikna stúdíu. Kommon.

Jæja bless.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Þvottahús

Í gær keypti ég gólflakk til setja á gólfið í þvottahúsinu mínu. kvöldið fór svo í að undirbúa framkvæmdina. Gólfið var skrúbbað og smúlað og svo ætla ég að ráðast í að mála gólfið í kvöld. Mikið verð ég ánægð þegar þetta verður búið. Ég hef ætlað að gera þetta frá því að ég flutti inn árið 1999 en það er eins og það er!
Langaði bara til að deila þessu.

The honeymoon is over!

Hæ aftur!
Ég er komin heim frá Spáni. Brúðkaupið var frábært. Ég set nákvæmari ferðasögu hér inn þegar ég verð í stuði til að pikka hana inn. Nú er það þannig að litli sonur minn segir við fólk að móðir hans fari í ÖLL brúðkaup og að hann haldi meira að segja að hún hafi verið í brúðkaupinu hjá SKREKK (2). Ég meina það. Vesalings barnið. Svo heyrði hann mig segja við vinkonu mína að ég færi í annað brúðkaup þann 24. júlí. Þá fór hann bara að gráta greyið. En huggaðist fljótt þegar hann fékk að vita að þetta brúðkaup væri bara á Íslandi og að hann fengi að fara með til Reykjó og hitta föðurfólkið sitt í leiðinni.

Síðan ég kom heim er ég búin að vera hálf orkulaus. Fer mjög snemma að sofa og svona. Alveg glatað. En ég lét mig hafa það á laugardagskvöldið síðasta að fara í Skvísusund í tilefni 31 árs goslokaafmælis. Það var bara mjög skemmtilegt. Fyrr um daginn fór ég með Valla K. og afa hans á Kaffi Skans og svo á leikrænan upplestur um Tyrkjaránið 1627. það var alveg meiriháttar að koma inn í hlöðuna í Dalabúinu og sjá hvernig þau höfðu skreytt hana með kertaljósi og “draugum”. Leikararnir stóðu sig rosalega vel og fannst mér það mjög góð tilbreyting að hlusta á þetta tjáningarform.

Á sunnudaginn fórum við á slaginu 12 aftur út á Skans og þar var hleypt af fallbyssunni. Svo hlustuðum við á yndislega tónleika í stafkirkjunni. Barrokk trío frá Svíþjóð. Alveg yndislegt bara. Þessu næst fórum við heim að horfa á endursýningu á fótboltaleik ( hmmm. Hvað er að gerast í lífi mínu? Vaknaði einhver ævaforn áhugi á boltanum!) og svo fórum við á fiskasafnið að skoða furðufiska og að skrifa flöskuskeyti. Svo fórum við í vikulega heimsókn í Blokkina og svo út á sjó með Víkingi, að sleppa flöskuskeytunum. Þetta var mjög skemmtileg hugmynd. Fiskasafnið var 40 ára og í því tilefni voru útbúin 40 flöskuskeyti sem voru undirrituð af börnum í eyjum. Svo var skeytunum öllum sleppt í hafið og svo sjáum við bara til hvort að þau komist ekki til skila. Reyndar var einn svo hrifinn af skeytinu sjálfu að hann sá eftir að hafa sleppt því ;-) (litla krúttið mitt)

Jæja, ég er bara að láta vita af mér og að bráðum koma myndirnar úr brúðkaupinu inn á heimasíðuna. Ekki samt gera ykkur of miklar vonir um að það verði á morgun eða hinn!!

Já eitt enn, ég ætla að bjóða Piparkornunum í spænska tapas rétti á laugardagskvöldið. Prófa nokkra úr bókinni sem ég keypti á flugvellinum í Bilbao. Verð reyndar að láta það fljóta hér með að ég hef líklega bara aldrei keypt jafn fáa hluti og í þessari Spánarferð. Hægt að telja þá á fingrum annarrar handar. Ég veit að það er erfitt að trúa því en svona er þetta bara stundum . En hvað um það ég læt ykkur vita hvernig til tekst og aldrei að vita nema ég láti eina uppskrift fljóta með. Við sjáum til .

Bless!