Jæja, þá er einn af mínum kærustu vinum genginn út. Ja einhvern veginn átt ég alveg eins von á að hann Heiðar minn yrði alltaf skuldbindingafælinn áráttupiparsveinn :-) En, ekki aldeilis. Hann féll auðvitað fyrir sjarmadrottningunni Ingunni Rögnu. Og elti hana uppi þar til hún játaðist honum:-) Eða það var eiginlega þannig skilst mér! En vá hvað brúðkaupið var fagurt og þau svo fögur líka! Svo var veislan stórglæsileg. Það var bara svolítið heitt í salnum þar sem veðrið sem var í boði Og Vodafone klikkaði ekki og var með því glæsilegasta sem maður getur hugsað sér. En það kom ekki að sök, því að mér fannst ég bara komin aftur til Spánar í annað brúðkaup :-)
Svo verð ég að segja það að hann Heiðar ætti að bara að gifta sig oftar! Það má alveg vera sama konan sko. En það var nefnilega þannig að það voru þarna svo margir gamlir kunningjar sem maður hefur misst samband við og það var bara svo gaman að hitta t.d. Gísla og svo auðvitað Guðrúnu Jónu og Mörtu, foreldra Heiðars og líka syni Guðrúnar Jónu og Mörtu. Long time, no see!
Í gær fór ég svo í Heiðmörk að sjá
Stútungasögu og ég verð bara að segja það að mér finnst afar ótrúlegt að þarna sé um áhugaleikara að ræða. Greinilegt að náðargáfa Talíu snertir suma og leyfir þeim að þroskast í list sinni án þess að þurfa að mæta í sérstakan skóla! Mikið stóðu allir sig vel og leikmyndin og sagan sjálf voru bara snilld. Ekki var heldur verra að uppgötva að það voru hvorki meira né minna en þrír Vestmannaeyingar í verkinu. Þ.e. leikarar:-) Þeir stóðu sig auðvitað langbest af öllum!! Við erum alltaf best, alls staðar! :-)
Umhverfið var líka bara snilld því að leikritið fór fram allt í kringum mann úti í guðsgrænni náttúrunni. Ég MÆLI MEÐ því að hver og einn reyni að gera sér ferð í Heiðmörk og sjá þessa yndisfögru sýningu. Og hún er líka í lagi fyrir börn. Ég hélt að þetta yrði eitthvað gróft og ofbeldisfullt. En þetta er svo vel gert að ég myndi alveg fara með son minn sem er 7 ára.
Eftir sýninguna kom ég svo við í Hveragerði og keypti afmælisblómvönd hana móður minni sem átti einmitt afmæli í gær.
Svo kom upp frekar
ólíkleg morning after feeling. Þannig að... ég kom við á Selfossi og fjárfesti í einni með öllu í pylsusjoppunni við brúna. Aah, hvað hún var góð!! mmm...
Svo var það bara Herjólfur og þaðan heim!
Valli K dvaldi hjá föður sínum um helgina og kemur aftur heim á morgun. Mmm, mikið verður það nú gott að hitta hann aftur. ( Ókei ég veit að þetta hljómar afar móðursýkislega en það er bara þannig að naflastrengurinn er ansi stuttur á milli okkar ( það gleymdist sko að klippa á hann þegar hann fæddist) og því er hann mjög strekktur í augnablikinu. Og það er svo vont skal ég segja ykkur.
Bless í bili!!