dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, júlí 12, 2004

Eina ferðina enn, vangaveltur um þjóðhátíð!

Það er að koma þjóðhátíð, vissir þú það? Ég er nú ekkert allt of spennt en mun líklega endurtaka þetta eins og í fyrra, þ.e. barnadagskráin þangað til á sunnud. kv. kannski!! Eða bara barnadagskr. Mér finnst það samt svolítið dýr pakki, kr. 8.800 fyrir að fara á setninguna, horfa á frjálsar íþr. fimleika, brúðubílinn, söngvakeppni barna og Dans á Rósum. ( fös), brúðubíllinn, barnaball og leikf.vestm (lau) og barnaball, fimleika, leikfélag vm. (sun).

En það er annað hvort það eða taka allan pakkann og þá verður maður líklega ekki í formi fyrir barnadagskrá nema fyrsta daginn. En drengurinn er greinilega orðinn góðu vanur, með fylgd og alles. Reyndar var ég ekki búin að nefna það að ég myndi nátt. vera líka á kvölddagskránni og það er alltaf megagaman að sjá brennuna og flugeldana og svo brekkusönginn, jú nó!

En ég fékk alveg smá sting í gær þegar ég var að brasast í þvottahúsinu. Fann ég ekki tösku sem í var þetta líka forláta ferða kokkteilsett!! síðan í síðustu heimsókn Sóleyjar til Vm. 2002. Oh hvað mig langaði eitthvað mikið til að fá mér Cosmo og svona með henni! En það verður líklega í desember sem sá draumur mun rætast. Ég er alls ekki nógu ánægð með okkur í þessu sambandi. Það verður að fara að gera áætlun sem maður getur staðið við. Til dæmis eins og í upphafi þegar við höfðum það fyrir reglu að hringja fyrsta mánudag í mánuði. Og skiptumst á til að fara ekki á hausinn í símareikningi. En með tilkomu símakorta hefur tíðni símtalanna aukist hundraðfallt. Þannig að ef maður setur sér markmið um að hittast einu sinni á ári og skiptast á til að flugmiðarnir setji mann ekki á hausinn, þá er aldrei að vita nema að þróunin verði þannig að maður geti aukið tíðnina þó ekki væri nema tvöfalt. Hvernig væri það?

Jæja, ég held að Sóley haldi að ég sé enn sofandi í blogginu og ég ætla sko að taka tímann á henni :-) Voða eitthvað!!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home