dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Óli stjarna

Ég gleymdi að segja frá því að þegar ég var að fljúga frá London í síðustu viku þá var Óli stjarna að ferðast með sömu vél. Ég er svo skrítin að mér finnst óperusöngvari allt í einu mesta sjarmatröll landsins. Hér ræðir um Ólaf Kjartan Sigurðsson eða Fígaró eins og mér finnst eiginlega fara honum best. Svo lék hann líka Emil í Kattholti fyrir ca 25 árum. Og varð þar með mín fyrsta ást. 6 ára. Vá hvað hann var sætur. Hann er það ennþá reyndar. Svo heitir mamma hans sama nafni og ég og er kennari. Fjölskyldan bjó í eyjum þegar ég átti að byrja í skóla og það urðu fyrstu alvöru vonbrigði mín, svona sem enn sitja í mínu götótta minni ( reyndar virðist ég muna betur það sem gerðist fyrir löngu síðan en það sem gerðist í gær!), að hún myndi ekki kenna mér í fyrsta bekk. Þau fluttu nefnilega það sama haust. Æ, hvað ég hef verið búin að ímynda mér að ég yrði í uppáhaldi vegna nafnsins, en í staðinn fékk maður bara að heyra hvað þetta væri skrítið nafn. (Hér er sennilega komin ástæðan fyrir draumnum um að heita María, Eva eða Elísabet, eða bara eitthvað annað held ég!, allt þessu að kenna. Hugsið ykkur hvað það hefði verið gaman fyrir mig!. Æ, nú er ég bara hætt þessu. En núna veistu að mér finnst Óli stjarna sætur! Lítið bara á hann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home