dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, júlí 07, 2004

The honeymoon is over!

Hæ aftur!
Ég er komin heim frá Spáni. Brúðkaupið var frábært. Ég set nákvæmari ferðasögu hér inn þegar ég verð í stuði til að pikka hana inn. Nú er það þannig að litli sonur minn segir við fólk að móðir hans fari í ÖLL brúðkaup og að hann haldi meira að segja að hún hafi verið í brúðkaupinu hjá SKREKK (2). Ég meina það. Vesalings barnið. Svo heyrði hann mig segja við vinkonu mína að ég færi í annað brúðkaup þann 24. júlí. Þá fór hann bara að gráta greyið. En huggaðist fljótt þegar hann fékk að vita að þetta brúðkaup væri bara á Íslandi og að hann fengi að fara með til Reykjó og hitta föðurfólkið sitt í leiðinni.

Síðan ég kom heim er ég búin að vera hálf orkulaus. Fer mjög snemma að sofa og svona. Alveg glatað. En ég lét mig hafa það á laugardagskvöldið síðasta að fara í Skvísusund í tilefni 31 árs goslokaafmælis. Það var bara mjög skemmtilegt. Fyrr um daginn fór ég með Valla K. og afa hans á Kaffi Skans og svo á leikrænan upplestur um Tyrkjaránið 1627. það var alveg meiriháttar að koma inn í hlöðuna í Dalabúinu og sjá hvernig þau höfðu skreytt hana með kertaljósi og “draugum”. Leikararnir stóðu sig rosalega vel og fannst mér það mjög góð tilbreyting að hlusta á þetta tjáningarform.

Á sunnudaginn fórum við á slaginu 12 aftur út á Skans og þar var hleypt af fallbyssunni. Svo hlustuðum við á yndislega tónleika í stafkirkjunni. Barrokk trío frá Svíþjóð. Alveg yndislegt bara. Þessu næst fórum við heim að horfa á endursýningu á fótboltaleik ( hmmm. Hvað er að gerast í lífi mínu? Vaknaði einhver ævaforn áhugi á boltanum!) og svo fórum við á fiskasafnið að skoða furðufiska og að skrifa flöskuskeyti. Svo fórum við í vikulega heimsókn í Blokkina og svo út á sjó með Víkingi, að sleppa flöskuskeytunum. Þetta var mjög skemmtileg hugmynd. Fiskasafnið var 40 ára og í því tilefni voru útbúin 40 flöskuskeyti sem voru undirrituð af börnum í eyjum. Svo var skeytunum öllum sleppt í hafið og svo sjáum við bara til hvort að þau komist ekki til skila. Reyndar var einn svo hrifinn af skeytinu sjálfu að hann sá eftir að hafa sleppt því ;-) (litla krúttið mitt)

Jæja, ég er bara að láta vita af mér og að bráðum koma myndirnar úr brúðkaupinu inn á heimasíðuna. Ekki samt gera ykkur of miklar vonir um að það verði á morgun eða hinn!!

Já eitt enn, ég ætla að bjóða Piparkornunum í spænska tapas rétti á laugardagskvöldið. Prófa nokkra úr bókinni sem ég keypti á flugvellinum í Bilbao. Verð reyndar að láta það fljóta hér með að ég hef líklega bara aldrei keypt jafn fáa hluti og í þessari Spánarferð. Hægt að telja þá á fingrum annarrar handar. Ég veit að það er erfitt að trúa því en svona er þetta bara stundum . En hvað um það ég læt ykkur vita hvernig til tekst og aldrei að vita nema ég láti eina uppskrift fljóta með. Við sjáum til .

Bless!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home