dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, desember 06, 2003

afmæli

Heil og sæl. Ég var að koma úr afmælisveislu sem haldin var í tilefni af þrjátíu ára afmæli Hafdísar vinkonu minnar, tvíburabróður hennar, Hafþórs og mannsins hennar, Frikka. Þetta var hin besta veisla og var allt enn í fullu fjöri þegar ég fór. Boðið var upp á ítalska brauðveislu og ávaxtabollu, skemmtiatriði og svo stóð Jarl Sigurgeirsson fyrir fjöldasöng með miklum ágætum. Það rifjuðust upp fyrir mér lúðrasveitarferðalögin í gamla daga þegar spilað var og sungið fram á morgun. Afmælisbörnin fengu að spreyta sig á IDOL keppni þar sem þau voru öll of gömul til að fara í alvöru keppnina. Það verður nú að segjast eins og er að þau hefðu varla komist langt á þeirri frammistöðu sem þau sýndu í kvöld :-) En nú er gamanið að baki og maður verður að fara að drífa sig í háttinn til að geta gluggað í bækur á morgun. Fyrsta prófið verður á mánudag og það er eins gott að rifja námsefnið sæmilega upp. Ég fer svo í næsta próf þann átjánda, sem er svolítið kjánaleg tímasetning. En mér mun sennilega ekkert veita af þeim tíma til að rifja upp sálfræðina. Þetta er svo mikið námsefni og maður hefur svolítiið farið yfir það á hundavaði hingað til.
Ég býð ykkur þess vegna góða nótt í bili!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home