dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, desember 05, 2003

enn eitt verkefnið af

Jæja þá er enn einu verkefninu aflokið. Gaman að sjá þau hverfa svona eitt af öðru út um tölvupóstlúguna. Þetta fer að klárast og bráðum koma jólin. Æ, hvað ég hlakka til. Ég er stundum næstum komin þangað í huganum en svo þarf ég ekki annað en að líta niður á gólf og þá átta ég mig á draslinu sem flýtur hér um öll gólf eða þannig. Ég er viss um það að ef einhver ætlaði að brjótast hér inn mynd sá hinn sami hætta við. Héldi sennilega að hér byggi alvarlega geðsjúk manneskja og teldi að varla væri eftir miklu að slægjast hér ;) En mikið munaði litlu að ég skipti um bíl í dag. Minn er orðinn dálitið lasinn og héldum við hreinlega að hann færi yfir móðuna miklu. En nei. Ekki aldeilis. Fór bara til læknis og allt orðið gott.´Sonur minn er afar feginn því að hann hafði miklar áhyggjur af því að við ættum ekki nægan pening til að kaupa almennilegan bíl og þyrftum þar af leiðandi að taka lán með 1000% vöxtum (tilvísun í söguna af Rip Rap og Rup í Andrésblaði sem verið var að lesa um daginn). Og mikið varð krakkinn feginn að heyra að við þyrftum ekkert að vera að kaupa nýjan bíl. Honum finnst okkar bara svo fínn, þó að hann sé að verða tólf ára gamall. En nóg um það.

Annað kvöld fer ég í þrítugsafmæli hjá vinkonunni sem var svo væn að gefa mér barn í afmælisgjöf. Þetta verður svaka partý skilst mér. Þau eru þrjú sem halda veisluna, samanlagt 90 ára afmæli. Munar um minna. Ég má náttúrulega ekkert vera að þessu en ég læt mig hafa það. (Það er alveg verið að snúa upp á handlegginn á mér eða þannig). Þetta verður ábyggilega mjög gaman en ég verð að muna að fara snemma heim. Þýðir ekkert að vera úti fram á morgun eins og táningur. Það er liðin tíð. (í bili, á meðan maður er í skóla).
Ég læt þetta duga í bili, verð að fara að sofa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home