dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Tónlist

Ég keypti mér nýja diskinn hennar Eivarar Pálsdóttur í borginni. Mig langar að tala aðeins um hann hér. Ég hef heyrt í stúlkunni í útvarpi og sjónvarpi og féll alveg fyrir henni frá byrjun. Ég er reyndar alveg kolfallin fyrir þjóðlagatónlist þannig að það ætti ekki að koma á óvart að mér líkaði vel við hana. Diskurinn kom þó dálítið á óvart. Ég hafði gert mér hugmyndir um að þar væri að finna létta færeyska söngva með íslensku ívafi. Jújú þarna eru færeysk þjóðlög en þetta er engin sápukúlutónlist. Reyndar eru öll lögin sungin á færeysku nema það síðasta sem er á íslensku. En það er líka á færeysku. Þetta er falleg tónlist og greinilega miklir tónlistarmenn sem sjá um undirleik. Eyvör er afa tilfinningarík í textum og angurvær á stundum. Ég upplifi hana sem afar norræna en líka er í henni að finna austræna strauma. Þetta er svona blanda af norrænum þjóðvísum, arabískum hita og djúpum sársauka og ást(arsorg). Ég hlusta á þennan disk í einrúmi ég myndi aldrei setja hann á í partýi. Hann er of erfiður til þess. Ekki erfiður eins og leiðinlegur heldur verður maður að gefa sér tíma og leyfa honum að fara inn í sálina í friði. Það er mín reynsla að minnsta kosti. Mér finnst maður komast í tæri við hinn norræna arf sem býr í manni. Ég táraðist meira að segja.

Ég er viss um að Eivör nær afar langt ef hún vill það. Hún er svolítið sorglega falleg núna en samt óskaplega ljúf og angurvær. En það er samt alveg í stíl við arfinn að mínu mati. Því að einhvern vegin kemur hún stritinu og baráttu lífsins hér á norðurhjara í gegnum aldirnar til skila í gegnum tónlistina.

Takk fyrir frábært listaverk Eivör!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home