dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, október 05, 2003

vefleiðangur

Í þessum vefleiðangri ætlum við að fræðast um þá fiskistofna sem þrífast á miðunum við Ísland. Leiðangurinn byggist að mestu upp á því að nemendur skoða vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar sem og upplýsingasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Nemendur velja sér 1-2 tegundir fiskistofna sem lifa við Íslandsstrendur og gera grein fyrir þeim. Einnig eiga nemendur að velja sér til umfjöllunar eitthvað undirstöðuatriði fyrir sjávarlífríki Íslands. Nemendur eiga að velta fyrir sér þeim áhrifum sem það hefði væri þetta tiltekna atriði fjarlægt. Nemendur skrifa stutta sögu um það hvernig íslenskt þjóðfélag væri ef þetta atriði væri ekki til staðar.


Þú skalt fara á http://www.fisheries.is/islenska/stofnar/index.htm og líta í kringum þig. Veldu þér 2 fiskistofna til umfjöllunar. Hafðu eftirfarandi spurningar að leiðarljósi við heimildaöflunina:

1.
Heiti stofns. Finndu íslenska heitið, enska og latneska
Útlitseinkenni. Lýstu helstu útlitseinkennum tegundarinnar.
Mismunur kynja. Hver er munurinn á kvenfiskinum og karlfiskinum?
Staðsetning. Hvar lifir tegundin aðallega? Lifir hún á miklu dýpi ? Færir hún sig úr stað til að ná í æti eða hrygna?
Æti. Hvað étur tegundin? Hvar finnst ætið ?
Hegðun. Hvernig hegðar tegundin sér þegar hún verður sér úti um æti? Hvernig makast stofninn?
Mökun. Á hvaða tímum fer mökun fram? Hvernig fer hún fram? Hvar fer hún fram?
Hrygningarstaðir. Hvar hrygnir stofninn?
Veiði (magn, kvóti, aðferðir, veiðarfæri, árstíð, mið, markaðir ...



Hvað kom þér á óvart?
Hvað er kvóti? Til hvers er hann? Væri stofninn betur settur ef kvóti væri minnkaður eða aukinn. Eða verr ? En íslenskt samfélag?

2.
Undirstöðuatriði lífríkisins: þú átt að skoða þá þætti sem eru lífsnauðsynlegir til að viðhalda sjávarlífríki Íslands. Þú átt að velja þér einn þátt og ímynda þér að hann hyrfi. Hvaða afleiðingar hefði það fyrir fiskana? Stofnana sem þú fjallaðir um? Aðrar tegundir? En okkur? Íslenskt samfélag? Bæjarfélagið okkar? Þína fjölskyldu?
Hvaða atriði hefur þú valið?
Hvers vegna er það mikilvægt?
Hvað mun gerast ef það hverfur?
Skrifaðu smásögu (með söguþræði) um það hvernig íslenskt samfélag væri ef þetta atriði sem þú valdir væri ekki til staðar. (u.þ.b. hálf til ein blaðsíða.)

3.
nemendur eiga í sameiningu að leggja mat á vinnu hópsins. Meta samstarf og virkni hvers og eins. Nemendur eiga í nokkrum línum að lýsa ferlinu og gefa sjálfum sér einkunn.

Vinnufyrirkomulag: nemendur vinna tveir til fjórir saman.(ef 4 þá 2 fiskistofnar). Nemendur skipta með sér verkum og kanna sjálfir helstu heimildir. Nemendur fylgja leiðbeiningum um ferli og úrvinnslu. Þegar upplýsingum hefur verið safnað saman vinna nemendur úr þeim og setja upp í glærusýningu eða á vefsíðu. Hvert teymi kynnir sitt verkefni fyrir samnemendum sínum. Stutt lýsing á fiskistofnum og aðeins ýtarlegri umfjöllun um seinni hlutann. Nemendur eiga helst að velja stofn sem aðrir hafa ekki tekið en ef það skarast munu þeir flytja kynninguna í sameiningu til að hindra leiða vegna endurtekninga. Umfjöllun verður þá fyrir vikið ýtarlegri.

Markmið: megin markmið þessa vefleiðangurs er að nemendur kynnist helstu lífverum Íslandsmiða. Nemendur geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar lífverur hafa fyrir lífskeðjuna sem og samfélag á Íslandi. Nemendur verði meðvitaðir um verndun umhverfis og geri sér grein fyrir mikilvægi góðrar umgengni við náttúruauðlindir.

Námsmat:
1. hluti: skipulagning í uppsetningu. Skýr framsetning og greinargóðar upplýsingar. Frágangur megin matsatriði.
2. hluti: túlkun, næmi á mikilvægi þess að viðhalda lífríki jarðar almennt, með áherslu á hafið. Söguþráður og skilningur. Málfar og frágangur.
3. samstarf. Nemendur áttu að leggja eigið mat á samvinnu hópsins og lýsa því með eigin orðum. Kennari metur fylgnina við árangur og útkomu.


Helstu bjargir:

hafrannsóknarstofnun

sjávarúvegsráðuneytið


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home