dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, september 26, 2003

Helgin loksins gengin í garð

Jæja, þá er loksins komin helgi og alltaf er maður jafn ánægður með það. Ég horfð á Idol keppnina í kvöld og fannst það fínt en mér finnst ægilegur skepnuskapur þegar það er verið að sýna hrikalega slæma frammistöðu sumra keppenda. En ein eyjastúlka, Natalía að nafni flaug í gegn og er ég nokkuð viss um að hún vinni. Hún er alltaf svo glaðleg og indæl. Hún er ábyggilega góð fyrirmynd og frábær söngkona, það er augljóst. En grey fólkið sem er eins og ég, getur bara ekki sungið óbrjálað lag. En þau hafa greinilega ekki átt eins góða vini í barnæsku og ég. Vini, sem sögðu mér að það væri ekkert sniðugt fyrir mig að fara í kór eða að syngja með í kirkju. Ein þessara sönnu vinkvenna minna er reyndar hámenntuð djass-söngkona í dag. Þannig að þetta hafa verið sönn ráð þó að manni hafi nú sárnað stundum. Sérstaklega í fermingarfræðslunni þegar maður átti að mæta í messu á sunnudögum. Presturinn hvatti alla til að taka undir sálmunum. Ég var svo hlýðin að ég söng með en bara mjög lágt. Áður en leið á löngu fékk maður olnbogaskot og hvísl í eyrað um að maður væri alveg hrikalega falskur. En svona er þetta bara. Ég fyllist samt stundum mikilli samúð í minn eigin garð vegna þessarra athugasemda og tel sjálfri mér trú um að ef ég hefði bara ekki hlustað á þessi ráð heldur stormað í kór þá hefði ég mögulega lært að syngja eins og eitt eða tvö óbrjáluð lög. En svona var maður trúgjarn eða þannig. Nei, má ég heldur biðja um að vera særður aðeins þegar maður var barn en að uppljóstra þessum hrikalega skorti á sönghæfileikum fyrir framan hálfa þjóðina ;-) Já ég var sko heppin...og á sko líka frábæra vinni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home