dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, september 15, 2003

Vefrallý um Bahá’í trúarbrögð

Komið þið sæl. Loksins birtist vefralllýið:

Vefrallý um Bahá’í trúarbrögð. Þetta vefrallý byggist á því að nemendur fylgja leiðbeiningum um það hvar þeir geta fundið svör við spurningunum.

Farðu á vefinn: http://www.bahai.is/ og smelltu á fróðleikur
Þar átt þú að finna svör við eftirfarandi spurningum.

Bahá’í trúin telst til sjálfstæðra trúarbragða heimsins og er þeirra yngst. Á Íslandi er trúin iðkuð en það eru þó mjög fáir sem þekkja hana. Hér á eftir átt þú að leita að svörum við spurningum henni tengdum og þú munt án efa verða margs vísari um trúna og fólkið sem hana stundar. Góða skemmtun ;-) .

Hver er stofnandi Bahá’í trúarbragðanna?
Hvert er meginstefið í boðskap Bahá’u’lláh ?
Hver er tilgangur lífsins samkvæmt Bahá’u’lláh?
Hvernig lýsti Bahá’u’lláh lífi í þessum heimi?
Hvar andaðist Bahá’u’lláh og hvar er hann grafinn ?
Hver var Bábinn?
Hver urðu örlög hans?
Hver var fyrsti bahá'ínn á Íslandi?

Farðu á tengilinn fréttir og finndu svör við eftirfarandi spurningum:

Hvar er fyrsta tilbeiðsluhús bahá’ía á vesturlöndum og hvenær var það reist ?
Hvar var sumarskóli bahá’ía starfræktur ?
Hvaðan kemur aðalfyrirlesari skólans?
Hvaða leiði merkrar bahá'í konu fannst í London á dögunum?
Hvað verður fjallað um á málþingi um samskipti fólks af ýmsum trúarbrögðum sem haldið verður þann 20.September nk.?
Hvað fannst þér áhugaverðast á þessari vefsíðu?
Hver vegna?
Hvað kom þér mest á óvart?
Hvers vegna?
Hvað áhrif telur þú að Bahá’í trúarbrögðin hafi haft á heimsbyggðina og mannkynið?
Hefur þú lært eitthvað af þessu vefrallýi?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home