dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, september 02, 2003

Samskiptakerfi.

Samanburður á samskiptakerfum á vefnum:
Málefnin.com þessi vefur er ágætlega uppsettur. Honum er skipt upp eftir málefnum og allir geta tjáð sig þar.
Einkamál.is. Uppsetningin er ágæt en mér finnst þetta einhvernveginn alltof "skerí". En Páll Óskar eða Dr.Love er með leiðbeiningar fyrir þá sem þora að hitta einhvern þarna. Persónulega finnst mér Friendster sniðugt fyrirbæri. Ég fékk svona boð um að skrá mig frá vini mínum sem er bandarískur en er að vinna í Bosníu. Mér fannst það sérstaklega gaman að sjá þá sem hann þekkir og þá sem þeir þekkja o.s.frv. en ég hef nú ekki notað þetta nema bara til að skoða myndir og lýsingar á þessu fólki. En mjög góð hugmynd fyrir þá sem eiga ólíka vinahópa.
Þá er það Web-ct. Það venst mjög vel og ég kann afar vel við það kerfi sem samskiptatæki við samnemendur og kennara. Mætti vera sérstök krækja í eitthvað sem væri svipað sett upp og t.d. Friendster þannig að nemendur geti sett upp myndir af sér og kynnt sig á einfaldan hátt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home