dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, september 02, 2003

Kynning taka tvö ;-)

Best að gera þetta núna eftir sakramentinu og klára þessa kynningu.

Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og bý þar ásamt syni mínum, Valdimari Karli, 7 ára. Ég útskrifaðist sem stúdent af félags- og sálfræðibraut frá framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum vorið 1993. Ég stundaði fjarnám í ferðamálafræði og íslensku við Háskóla Íslands, haustið 1999 og 2000. þannig að maður er nú orðinn voða sjóaður í fjarnáminu. Ég hóf svo nám í grunnskólaskor við KHÍ haustið 2001. Kjörsvið mín eru upplýsingatækni og kennsla yngri barna. Valdi það þar sem tæknin er orðin svo mikilvægur hluti samfélagsins og svo hefur sálfræði og þá sérstaklega þroskasálfræði alltaf heillað mig. Ég hef einhvern veginn alltaf ætlað að verða kennari en hef samt enga reynslu af því starfi. En hún kemur nú bara síðar. Ég hef alveg trú á að ég muni standa mig í starfinu en efast ekki um að þetta er krefjandi starf. Fyrir utan námið og fjölskyldulífið hef ég áhuga á tónlist, ljósmyndun og ferðalögum. Gott í bili ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home