Gleðilegan mánudag :-)
Komið þið sæl aftur. Þrátt fyrir fögur áform um langdvalir við nám fór helgin aðallega í að hjálpa til í barnaafmæli og taka á móti gestum. Eða þannig. Afmælið var hjá vini sonar míns og ég bauð fram aðstoð við að halda uppi gleði og aga. Kennaraneminn sjálfur þótti efnilegur veislustjóri. Þetta gekk nú allt stóráfallalaust fyrir sig en mikið ofboðslega var ég þreytt að þremur klukkustundum liðnum! Mér fannst ég hafa verið heilan dag í því að afvopna 7 ára stráka og reyna að hafa hemil á þeim. Þeim þótti bara nokkuð gaman held ég en höfðu lítinn skilning á því hvers vegna þeir áttu að vera stilltir, máttu ekki klifra í gluggum og spranga í gardínum. En við gerðum okkar besta og ég held að þeir hafi nú alveg unað glaðir við sitt. En kennaraneminn fór heim og hvíldi sig þar sem öll orka var uppurin. Það var ekki laust við að það hvarflaði að honum að hugsanlega væri þetta starf ekki mikið fyrir hann, hvort það væri ekki bara best að læra viðskiptafræði! En svo rann af honum þreytan og daginn eftir var hann þess fullviss að þetta væri einmitt starfið fyrir hann og þrátt fyrir þreytu eftir síðustu veislu þá muni hann bara læra af því og skipuleggja sig betur næst.
Sunnudagurinn var svo annars eðlis. Þá var mín dregin upp úr rúminu klukkan 09:45 og mátti byrja að taka á móti ættingjum sonarins sem var alveg hin besta skemmtun þrátt fyrir smá syfju. Um var að ræða langömmu og langafa ofan af fastalandinu sem voru á ferð með harmonikufélaginu. Sonur minn á nefnilega langömmu sem spilar á harmonikku. Geri aðrir betur.
Þegar þau höfðu kvatt og drengurinn gabbað langafa með sér í smá kúluvarp úti í garði komu vinir okkar í rifsberjaísveislu sem var löngu ákveðin. Drengirnir höfðu verið svo myndarlegir að týna rifsber af rifsberjatrénu í garðinum okkar og fengu umræddan ís í verðlaun. Sem var góður. Um að gera að nota uppskeruna úr garðinum ;-). Að lokum fengum við yndilega stúlku í heimsókn ásamt Helgu minni. Umrædd stúlka er af indverskum ættum og er alveg yndisleg. Hún er náttúrulega geislandi falleg og hefur þessa líka útgeislunina. Hún bókstaflega glitrar af gleði og gefur mikið af sér. Vonandi eigum við eftir að sjá meira af henni í framtíðinni.
Þannig að það fór lítið fyrir námi þessa helgina því miður en nú situr maður bara í vinnunni í hádeginu og les til að vinna upp það sem glataðist.
Sunnudagurinn var svo annars eðlis. Þá var mín dregin upp úr rúminu klukkan 09:45 og mátti byrja að taka á móti ættingjum sonarins sem var alveg hin besta skemmtun þrátt fyrir smá syfju. Um var að ræða langömmu og langafa ofan af fastalandinu sem voru á ferð með harmonikufélaginu. Sonur minn á nefnilega langömmu sem spilar á harmonikku. Geri aðrir betur.
Þegar þau höfðu kvatt og drengurinn gabbað langafa með sér í smá kúluvarp úti í garði komu vinir okkar í rifsberjaísveislu sem var löngu ákveðin. Drengirnir höfðu verið svo myndarlegir að týna rifsber af rifsberjatrénu í garðinum okkar og fengu umræddan ís í verðlaun. Sem var góður. Um að gera að nota uppskeruna úr garðinum ;-). Að lokum fengum við yndilega stúlku í heimsókn ásamt Helgu minni. Umrædd stúlka er af indverskum ættum og er alveg yndisleg. Hún er náttúrulega geislandi falleg og hefur þessa líka útgeislunina. Hún bókstaflega glitrar af gleði og gefur mikið af sér. Vonandi eigum við eftir að sjá meira af henni í framtíðinni.
Þannig að það fór lítið fyrir námi þessa helgina því miður en nú situr maður bara í vinnunni í hádeginu og les til að vinna upp það sem glataðist.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home