dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, september 25, 2003

Blogg úti í bæ...

Komið þið sæl.
Ég hef verið að lesa ýmis blogg úti í bæ síðustu daga. Ég er afar hrifin af sápuóperunni og les allt sem hún skrifar með mikilli græðgi. Þið gætuð litið við á tengil viðfangs giftingaróra hennar. Þar er maður á ferð sem kemur skemmtilega á óvart. Ég bjóst við ægilegu menntasnobbi, háfleygu orðavali og kannski pínu leiðindum en viti menn bara mér finnst þetta hin læsilegustu skrif. Við erum reyndar gamlir menntaskólafélagar ég og þetta viðfang giftingaróra sápuóperunnar en því fer reyndar fjarri að ég hafi borið slíka óra til hans eða þekkt hann að einhverju ráði. Við vorum reyndar saman í ræðuliði og kepptum saman í hatrammri keppni. Hann kom skemmtilega á óvart þá sem nú og mér þykir skemmtilegt vera minnt á þennan gamla skólafélaga. Bróðir hans var reyndar alltaf örlítið léttari á bárunni og fór oft á kostum. En almáttugur hvað mér þótti þeir gáfaðir. Ég varð alveg andaktug ef þeir yrtu á mig á göngunum ;-) Og þeir hafa víst báðir staðið undir væntingum almúgans um hetjudáðir í menntamálum. Báðir hámenntaðir og farnir að kenna við Háskólann!!!
En nóg um gáfnaljósin í bili. Ég ætla að reyna að láta mitt eigið gáfnaljós skína sem mest á næstunni. Brjálað að gera í skólanum. Þannig að ef ég fer að skrifa eitthvað skrítið hér þá er það kannski ekki vegna þess að ég hafi hreinlega misst vitið heldur bara vegna þess að ég er dálítið önnum kafin og gæti þurft að bæta mér upp orkuna sem mun fara í að virkja gáfnaljósið mitt með því að skrifa eitthvað á léttari nótum…

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home