dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, september 25, 2003

meira þvarg

jæja þá er ég búin að skila verkefni sem ég var að vinna að. Voða mikið að gera hjá minni. En þetta var voða skemmtilegt verkefni varðandi orðaforða barna. Maður hefur svo mikinn áhuga á svoleiðis löguðu.
Best að halda samt aðeins áfram með rauðsokkuþvargið. Fleiri rök sem maður heyrir til stuðnings útstáelsis óskum vina og kunningja í sinn garð: til dæmis að maður verði ekki einn í ellinni. Mér finnst óskaplega krúttlegt að sjá gamalt fólk sem hefur kosið að eyða saman æfikvöldinu. Það er líklega það fallegasta sem ástin getur veitt manni sjálfum (fyrir utan börnin náttúrulega). En ég því miður er það ekki sjálfgefið að maður lifi svo lengi saman og enn síður sjálfgefið að maður hitti einhvern sem maður vill eyða með lífskvöldinu. En húrra fyrir þeim sem eru svo heppnir. En má maður frekar vera einn en að afplána áratugi í einhverju meðalmennskuleiðindavanasambandi. Elskurnar mínar þið megið samt alls ekki skilja mig þannig að ég sé einhver karlahatari. Síður en svo. Mér finnst margir menn ótrúlega sætir og skemmtilegir og frábærir en nánast undantekningalaust eru þeir eitthvað af eftirtöldu:
1. giftir öðrum konum
2. hommar
3. eiga við drykkju, flagara eða skemmtanaáráttu að stríða

Þeir langsætustu eru samt oftast nær hommar. En nóg um það. ;-)


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home