tæknisaga
Tæknisaga
Mín fyrstu kynni af tölvuvinnslu voru þegar ég vann á skrifstofu Herjólfs hf. hér í Vestmannaeyjum. Þar var unnið frumkvöðlastarf varðandi gagnavinnslu. Ég byrjaði að vinna þar tæplega 16 ára gömul árið 1988 og vann á hverju sumri til 1995 og svo aftur 1998. Á þessum tíma var haldið utan um flutningsskrár meðrafrænni skráningu. Einnig var sérstök tölva sem maður skráði og prentaði afsláttarfargjöld. Þegar ég kom aftur þarna 1998 hafði mikið breyst. Þá var verið að hanna sérstakt kerfi til að halda utan um farpantanir. Það náðist aldrei að ljúka þeirri hönnun almennilega þar sem nýir rekstraraðilar tóku yfir og fóru að nota concorde skráningarkerfi.
Ég sat tíma í upplýsingatækni í menntaskólanum við Sund. Ég get ekki sagt að sú kennsla hafi skilið mikið eftir sig til gagns í dag eins og gefur að skilja ;-) þvílík þróun..við erum líka alveg að tala um 15-16 ár...
Ég keypti mína fyrstu tölvu árið 1994/5 þar sem til stóð að fara í Háskólann. En pabbi minn notaði hana nú aðallega. Ég eignaðist barn ´96 og á þeim tíma notaði sambýlismaður minn aðallega þetta tæki. Mér fannst þetta voða flókið allt saman. Við fengum okkur nettengingu 1997 og ég sendi minn fyrsta tölvupóst stuttu síðar. Ég fékk einnig að nota ljósmyndaskanna hjá kunningjakonu vinkonu minnar og sendum við ca 3 myndir af barninu mínu til foreldra minna í Vestmannaeyjum.
Það var svo 1999 að ég hóf fjarnám í ferðamálafræði við HÍ. Þar kynntist ég Web ct fyrst. Ég fór alltaf heim til foreldra minna( því að fyrsta tölvan mín kveikti áhuga pabba míns á þessu og hefur hann grúskað mikið í tölvunni síðan ;-) til að vinna og senda verkefni. Það var vitaskuld alveg glatað. En það var ekki langt að fara
Ári síðar eða árið 2000 skipti ég um og tók íslensku við HÍ einnig í fjarnámi. Þá gafst ég upp og keypti mér HP brio tölvu sem en enn í góðu lagi. Mér fannst nauðsynlegt að vera með þetta heima. Í janúar 2002 fékk ég mér fartölvu sem ég er enn að nota í dag.
Með tímanum jókst sjálfsöryggi manns varðandi meðhöndlun á þessum tæknitólum. Ég fór að vinna á skattstofunni 2001 og þá fékk maður þetta allt beint í æð. Þar er markvisst unnið að því að gera öll skil og vinnslu rafræn og virðist það ganga vel hjá þeim.
Netið:
Ég er nú bara með gamaldags símatengingu við netið en það stendur til að bæta úr því í náinni framtíð. Ég hef stundum pantað farmiða til útlanda og hótel í gegnum netið og einn og einn hlut sem mig hefur vantað. Ég nota tölvupóst til að hafa samband við vini mína í útlöndum. Á tímabili hafði ég stundum samband við fólk í Bandaríkjunum með msn-messenger. Það var ágætt. Ég nota leitarvélar mikið ef mig vantar upplýsingar um eitthvað ákveðið á skömmum tíma. Oftast Google.com og leit.is
Núna er skylda að halda úti annálum eða bloggi á netinu þannig að ég er að venjast því að geta tjáð mig á þeim vettvangi. Ég fékk fyrsta nasaþefinn af slíku þegar elskulegur vinur minn Brian flutti til Bosníu til að hjálpa stríðshrjáðum börnum. Hann setti upp annál þar sem hann leyfir manni að fylgjast með upplifunum sínum í Bosníu. ( Reyndar hefur hann verið mjög latur upp á síðkastið ) Svo fór Keli vinur minn að halda annál á annall.is. Það má segja að þessir tveir hafi kveikt áhuga minn fyrir þessu fyrirbæri. Ég reyni að fylgjast með þeim eins oft og ég get. Svo er bara að venjast því að halda þetta sjálfur!
Stafræn myndataka:
Í janúar festi ég kaup á stafrænni myndavél og hef verið að nota hana töluvert. Skemmtileg tækni sem býður upp á mikla möguleika.
Dagsetningar:
1988-1995. vinna hjá Herjólfi hf.
1988 upplýsingatækni, menntaskólinn við Sund.
1994 / 95 fyrsta tölvan keypt
1996 símboði
1997 nettenging, tölvupóstur, skanni.
1998 fyrsti gsm síminn,
1999 fjanám við Hí-webct
2000 betri tölva, nettenging
2001 samskipti við vini og ættingja í útlöndum, msn-messenger/ tölvupóstur.
2002 fartölva,
2003 stafræn myndavél, fyrsta BLOGGIÐ
framtíðarsýn - einn áratug fram í tímann
Ég er nokkuð sannfærð um að eftir tíu ár hefur nýting upplýsingatækninnar aukist verulega. Ég sé fyrir mér að námshættir breytist og færist að miklu leyti yfir á rafrænt form. Sérstaklega námsefni frá kennurum og jafnvel námsefni. Einnig tel ég að sú tækni sem er notuð t.d. við fjarnám á framhalds og háskólastigi færist niður í grunnskólana.
Varðandi vinnu mína í dag þá veit ég að innan afar skamms tíma verður allt skattkerfið pappírslaust, fyrir utan útsenda úrskurði. Nú þegar er maður að vinna öll framtöl, skattbreytingar og bréf á rafrænan hátt. Þó að einhver skili á pappír er allt skráð rafrænt og unnið þaðan.
Varðandi vonandi framtíðarstarf mitt, kennsluna, þá tel ég að þessir hluti reigi eftir að þróast þannig að farið verði fram á mun meiri upplýsingaöflun á neti sem og samskipti utan skólatíma, fyrirlestrar og glærur verða settir inn á netið og meira verður um vefleiðangra og slíka upplýsingaöflun í námi grunnskólabarna.
Ég held einnig að innan örfárra ára verði flestar tengingar þráðlausar og að fólk muni nota netið meira til að nota þjónustu.
Nú virðist microsoft vera að takmarka aðgang að spjallrásum og er það vel. Vonandi verður það til að gera þetta umhverfi öruggara. Ég vona að eftir 10 ár verði minna um rusl og viðbjóð á netinu en “gagn og gaman.”
Ég sé fyrir mér að samskiptatæki sem varpa myndum af viðmælendum munu verða algengari. Einnig er ég viss um að allir hlutir smækki enn frekar og mun brátt verða hægt að fá samskiptabúnað sem kemst fyrir í úri eða hálsmeni. Mér finnst líka sjálfvirka ryksugan sem fjallað var um í fréttunum fyrir skömmu, lofa góðu. Mér segir svo hugur að brátt geti maður kveikt á tækjum sem haldi heimili manns hreinu á meðan maður er úti að vinna. (vonandi) .
Mín fyrstu kynni af tölvuvinnslu voru þegar ég vann á skrifstofu Herjólfs hf. hér í Vestmannaeyjum. Þar var unnið frumkvöðlastarf varðandi gagnavinnslu. Ég byrjaði að vinna þar tæplega 16 ára gömul árið 1988 og vann á hverju sumri til 1995 og svo aftur 1998. Á þessum tíma var haldið utan um flutningsskrár meðrafrænni skráningu. Einnig var sérstök tölva sem maður skráði og prentaði afsláttarfargjöld. Þegar ég kom aftur þarna 1998 hafði mikið breyst. Þá var verið að hanna sérstakt kerfi til að halda utan um farpantanir. Það náðist aldrei að ljúka þeirri hönnun almennilega þar sem nýir rekstraraðilar tóku yfir og fóru að nota concorde skráningarkerfi.
Ég sat tíma í upplýsingatækni í menntaskólanum við Sund. Ég get ekki sagt að sú kennsla hafi skilið mikið eftir sig til gagns í dag eins og gefur að skilja ;-) þvílík þróun..við erum líka alveg að tala um 15-16 ár...
Ég keypti mína fyrstu tölvu árið 1994/5 þar sem til stóð að fara í Háskólann. En pabbi minn notaði hana nú aðallega. Ég eignaðist barn ´96 og á þeim tíma notaði sambýlismaður minn aðallega þetta tæki. Mér fannst þetta voða flókið allt saman. Við fengum okkur nettengingu 1997 og ég sendi minn fyrsta tölvupóst stuttu síðar. Ég fékk einnig að nota ljósmyndaskanna hjá kunningjakonu vinkonu minnar og sendum við ca 3 myndir af barninu mínu til foreldra minna í Vestmannaeyjum.
Það var svo 1999 að ég hóf fjarnám í ferðamálafræði við HÍ. Þar kynntist ég Web ct fyrst. Ég fór alltaf heim til foreldra minna( því að fyrsta tölvan mín kveikti áhuga pabba míns á þessu og hefur hann grúskað mikið í tölvunni síðan ;-) til að vinna og senda verkefni. Það var vitaskuld alveg glatað. En það var ekki langt að fara
Ári síðar eða árið 2000 skipti ég um og tók íslensku við HÍ einnig í fjarnámi. Þá gafst ég upp og keypti mér HP brio tölvu sem en enn í góðu lagi. Mér fannst nauðsynlegt að vera með þetta heima. Í janúar 2002 fékk ég mér fartölvu sem ég er enn að nota í dag.
Með tímanum jókst sjálfsöryggi manns varðandi meðhöndlun á þessum tæknitólum. Ég fór að vinna á skattstofunni 2001 og þá fékk maður þetta allt beint í æð. Þar er markvisst unnið að því að gera öll skil og vinnslu rafræn og virðist það ganga vel hjá þeim.
Netið:
Ég er nú bara með gamaldags símatengingu við netið en það stendur til að bæta úr því í náinni framtíð. Ég hef stundum pantað farmiða til útlanda og hótel í gegnum netið og einn og einn hlut sem mig hefur vantað. Ég nota tölvupóst til að hafa samband við vini mína í útlöndum. Á tímabili hafði ég stundum samband við fólk í Bandaríkjunum með msn-messenger. Það var ágætt. Ég nota leitarvélar mikið ef mig vantar upplýsingar um eitthvað ákveðið á skömmum tíma. Oftast Google.com og leit.is
Núna er skylda að halda úti annálum eða bloggi á netinu þannig að ég er að venjast því að geta tjáð mig á þeim vettvangi. Ég fékk fyrsta nasaþefinn af slíku þegar elskulegur vinur minn Brian flutti til Bosníu til að hjálpa stríðshrjáðum börnum. Hann setti upp annál þar sem hann leyfir manni að fylgjast með upplifunum sínum í Bosníu. ( Reyndar hefur hann verið mjög latur upp á síðkastið ) Svo fór Keli vinur minn að halda annál á annall.is. Það má segja að þessir tveir hafi kveikt áhuga minn fyrir þessu fyrirbæri. Ég reyni að fylgjast með þeim eins oft og ég get. Svo er bara að venjast því að halda þetta sjálfur!
Stafræn myndataka:
Í janúar festi ég kaup á stafrænni myndavél og hef verið að nota hana töluvert. Skemmtileg tækni sem býður upp á mikla möguleika.
Dagsetningar:
1988-1995. vinna hjá Herjólfi hf.
1988 upplýsingatækni, menntaskólinn við Sund.
1994 / 95 fyrsta tölvan keypt
1996 símboði
1997 nettenging, tölvupóstur, skanni.
1998 fyrsti gsm síminn,
1999 fjanám við Hí-webct
2000 betri tölva, nettenging
2001 samskipti við vini og ættingja í útlöndum, msn-messenger/ tölvupóstur.
2002 fartölva,
2003 stafræn myndavél, fyrsta BLOGGIÐ
framtíðarsýn - einn áratug fram í tímann
Ég er nokkuð sannfærð um að eftir tíu ár hefur nýting upplýsingatækninnar aukist verulega. Ég sé fyrir mér að námshættir breytist og færist að miklu leyti yfir á rafrænt form. Sérstaklega námsefni frá kennurum og jafnvel námsefni. Einnig tel ég að sú tækni sem er notuð t.d. við fjarnám á framhalds og háskólastigi færist niður í grunnskólana.
Varðandi vinnu mína í dag þá veit ég að innan afar skamms tíma verður allt skattkerfið pappírslaust, fyrir utan útsenda úrskurði. Nú þegar er maður að vinna öll framtöl, skattbreytingar og bréf á rafrænan hátt. Þó að einhver skili á pappír er allt skráð rafrænt og unnið þaðan.
Varðandi vonandi framtíðarstarf mitt, kennsluna, þá tel ég að þessir hluti reigi eftir að þróast þannig að farið verði fram á mun meiri upplýsingaöflun á neti sem og samskipti utan skólatíma, fyrirlestrar og glærur verða settir inn á netið og meira verður um vefleiðangra og slíka upplýsingaöflun í námi grunnskólabarna.
Ég held einnig að innan örfárra ára verði flestar tengingar þráðlausar og að fólk muni nota netið meira til að nota þjónustu.
Nú virðist microsoft vera að takmarka aðgang að spjallrásum og er það vel. Vonandi verður það til að gera þetta umhverfi öruggara. Ég vona að eftir 10 ár verði minna um rusl og viðbjóð á netinu en “gagn og gaman.”
Ég sé fyrir mér að samskiptatæki sem varpa myndum af viðmælendum munu verða algengari. Einnig er ég viss um að allir hlutir smækki enn frekar og mun brátt verða hægt að fá samskiptabúnað sem kemst fyrir í úri eða hálsmeni. Mér finnst líka sjálfvirka ryksugan sem fjallað var um í fréttunum fyrir skömmu, lofa góðu. Mér segir svo hugur að brátt geti maður kveikt á tækjum sem haldi heimili manns hreinu á meðan maður er úti að vinna. (vonandi) .
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home