dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, október 04, 2003

Hvað verður að finna á vefsíðunni minni?

Hér birtist smá uppkast að vefsíðunni sem ég er að vinna:
forsíða: kynning á mér og námi mínu ásamt tengingum.
skilasíða: yfirlitssíða um verkefnin sem ég vinn.
Áhugamál: ljósmyndun: tenglar, kannski smá sýnishorn af myndum
tónlist: umfjöllun og tenglar
piparkornin: ég stefni að því að setja upp umfjöllun um piparkornaklúbbinn sem ég er í, myndir og fleira.
Ættin: Ég hef mikinn áhuga á því að setja upp litla síðu um ættina mína, sem er kennd við Reynistað í Vestmannaeyjum. Þetta er afar fjölmenn ætt og mun meirihluti hennar hittast þann 11. október nk. og fjölmenna á tónleika frænku okkar, Guðrúnar Gunnarsdóttur. sem verður með tónleika í Höllinni í Vestmannaeyjum það kvöld. ÉG vonast til að geta tekið myndir sem ég get sett upp á síðunni ásamt því sem mig langar að rekja ættina. Við sjáum til hvernig það mun ganga.

Sennilega verður eitthvað meira þarna en það mun skýrast þegar á líður.

Bið að heilsa. ÉG ætla að ljúka við verkefni sem ég er að vinna og svo kem ég aftur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home