Danprinsinn dottinn út af markaði ;-)
Jæja, þar fór sá draumur í vaskinn. Ég sem flutti til Danmerkur á sínum tíma og gerðist au-pair pige hjá ættmennum hans, gagngert til þess að kynnast honum eða bróður hans ,-) Ég var alltaf að vonast til að Christopher, sem ég vann hjá og er frændi hans í alvörunni, myndi bjóða mér með sér á ball í höllinnni en það gerði hann nú aldrei. Og ég þorði eiginlega aldrei að spyrja ;-) Eða þannig sko. Svo reyndi ég líka að hanga í kringum Hotel D´Anglaterre því að hann fór víst stundum þangað í kaffi á mótorhjólinu sínu. Algjör villingur! BUT NO LUCK. Aldrei!! Svo hefur þetta alltaf blundað í sálartetrinu og aldrei hefur maður tollað með neinum lengi. Allt af því að þeir eru ekki prinsar, hvað þá KRÓNPRINSAR Danaveldis… ÉG hefði líka ábyggilega fílað tengdó í tætlur. Nei ég segi nú bara svona. Ætli hamingjan sé nokkuð meiri í höllum í Danmörku en í venjulegum íbúðarhúsum á Íslandi?? Þó að sætir prinsar búi þar?
Don´t think so. En sem sagt þá getur maður ályktað af ofangreindu að ég pipra einungis vegna þess að Frikki prins var ekki í kaffi á Kongens Nytorv þegar ég var þar að leita að honum! Reyndar er ekki öll von úti enn því að mér áskotnaðist franskur froskur með bleika kórónu um daginn og fylgdu honum þau ummæli að ef ég yrði nú nógu dugleg að kyssa hann myndi hann breytast í prins. Svo að… Hver veit???
Bless í bili.
Don´t think so. En sem sagt þá getur maður ályktað af ofangreindu að ég pipra einungis vegna þess að Frikki prins var ekki í kaffi á Kongens Nytorv þegar ég var þar að leita að honum! Reyndar er ekki öll von úti enn því að mér áskotnaðist franskur froskur með bleika kórónu um daginn og fylgdu honum þau ummæli að ef ég yrði nú nógu dugleg að kyssa hann myndi hann breytast í prins. Svo að… Hver veit???
Bless í bili.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home