dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, nóvember 02, 2003

I am back!

Jæja þá er ég komin til baka í þennan kúrs. Ég verð að játa það að skipulagið hjá mér gæti verið aðeins betra. En þetta kemur allt saman vonandi. Ég var í innilotu í skapandi skólastarfi í vikunni. Það var voða gaman að fá að föndra smávegis í þessu námi. Margir þeir sem spyrja mig um þetta nám halda að þetta sé bara klipp og föndur. En það er víst ekki þannig. Nema tvo daga í síðustu viku. Og ég held að ég fari bara í eitt aukaár í textílmennt eða myndlist. Tek námslán, flyt til Reykjavíkur og eyði dögum mínum í listgreinahúsi Kennaraháskólans. Ekki slæm tilhugsun og aldrei að vita nema maður geri eitthvað í því.
Annars sá ég að það var verið að auglýsa eftir umsækjendum um skiptinemapláss á vorönn 2004. Ég veit ekki alveg hvað ég er að pæla en á fyrsta árinu sagði ég sem svo að ég vildi fara sem skiptinemi eina önn á svona þriðja ári. En núna er allt í einu þriðja árið og ég ekki enn farin sem skiptinemi. Mér finnst einhvern veginn ekki alveg gera sig að fara á lokaárinu. En kannski má það bara. Það væri ekki vitlaust að taka síðasta vettvangsnámið í útlöndum. Ææææ ég held að ég sé bara komin með hjartsláttartruflanir af streitu. Í alvöru sko. Ég er alltaf að anda djúpt en svo skelfur maður bara inní sér. En ég treysti því að þetta gangi allt upp á endanum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home