dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, nóvember 08, 2003

skólaheimsókn

Könnun á notkun upplýsingatækni í skólastarfi Hamarsskóla:
Hvenær hóf skólinn að nota upplýsingatækni við kennslu og skipulag?
1997
Í hvaða greinum er upplýsingatækni (helst) notuð?
Samfélagsfræði, tungumál, íslenska, stærðfræði
Hvernig er upplýsingatækni notuð í daglegu starfi skólans?
Við gagnaöflun, heimildaleit, nemendaupplýsingar, umsjónarkennarar nota tölvur við að halda utan um gögn um nemendur og undirbúning kennslu. Markmið að auka upplýsingastreymi við heimilin í gegnum netið.
Hvernig er upplýsingatækni notuð af nemendum?
Við heimildaöflun, frágang á verkefnum, kennsluforrit
Hvernig er upplýsingatækni notuð af kennurum?

Er upplýsingatækni notuð í öðrum greinum en upplýsingatækni?
Í flestum greinum að einhverju marki.
Fara nemendur í vefleiðangra til að nálgast ítarefni á netinu?

Eiga / mega nemendur að afla sér heimilda á neti?
Já þeir eru eindregið hvattir til þess.
Vinna nemendur verkefni sín í tölvum? Stundum, ekki skylda en nemendur eru hvattir til að nota þá tækni þegar þeir eru komnir í efri bekkina.
Skila nemendur verkefnum á rafrænan hátt? Ekki enn en það er ekki útilokað að slíkt verði tekið upp í unglingadeild
Er markvisst unnið að því að virkja nemendur í að nota netið á uppbyggilegan hátt?
Já, með því að hvetja þá til að leita að efni sem er uppbyggilegt og nýtist þeim í námi og til skemmtunar.Ýmis kennsluforrit eru notuð til að hjálpa þeim sem eiga i erfiðleikum.
Eiga nemendur heimasíður? já
Uppfæra þeir þær reglulega? Misjafnt, það er ekki skylda.
Fara samskipti við foreldra að einhverju leyti fram með rafpósti eða með tilkynningum á neti? Það er takmark að taka slíkt skipulag upp mjög bráðlega.
Eru upplýsingar um nemendur geymdar á rafrænu formi? Já.

Niðurstaða: Skólinn er vel búinn tölvum til afnota fyrir kennara og nemendur. Kennarar hafa góða aðstöðu til undirbúnings kennslu og nemendur fá vikulega kennslu í upplýsingatækni. Í öðrum fögum eru tölvurnar aðallega notaðar til að afla upplýsinga og ítarefnis fyrir einstök verkefni en ekki reglulega í hverri kennslustund.

Þetta kemur á vefinn minn fljótlega vonandi þegar ég finn lausn á vandamáli mínu við að gefa hann út.

bæjó!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home