dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, apríl 11, 2004

Páskar

Gleðilega páska!
Það er mjög gaman að vera í páskafríi.
Eiginlega of gaman. Minnir mig á jólafrí. Orðið illt í bakinu af að sofa út og liggja bara og lesa. Var reyndar voða dugleg að læra í gær. Fór svo í matarboð til Margrétar og Baldvins. Það var bara ljúft fyrir utan smá tremma með lille drengen. Sumir voru eitthvað krumpaðir yfir því að þurfa að labba ALLA LEIÐ niður í Sólhlíð en það rann nú allt burt þegar þangað var komið. En á heimleiðinni þá byrjaði nú ballið. Við vorum auðvitað allt of lengi. Fórum af stað heim upp úr 11. og gangandi að sjálfsögðu. Þá rifjaðist krumpudæmið upp og drengurinn gekk grátandi og nöldrandi yfir þessari óhamingju að þurfa að vera að labba þetta svona ægilega þreyttur. Ég hef bara ekki upplifað meira drama lengi. Löggan keyrði meira að segja fram hjá en þeir létu nú vera að bjóða okkur far. Hefði litið mjög vel út að koma heim með barnið úr boði svona seint á laugardagskvöldi í lögreglufylgd. Alveg saga til næsta bæjar. Ég upplifði það að þeir sem sáu til okkar hefðu ályktað sem svo að nú hefði mamman verið á einhverju skralli með barnið úti í bæ og barnið væri svona óhamingjusamt yfir ástandi móður sinnar. Það hefði alveg getað litið svoleiðis út.
En þetta er liðin tíð núna og allir glaðir yfir páskaeggjum og lambi.
Á föstudaginn langa frömdum við mikil helgispjöll. Þ.e. unnum við listsköpun allan daginn. Á skírdag höfðum við sullað saman hveitijafningi og sprautað á léreft. daginn eftir komu Baldvin og Margrét og við unnum öll að því að mála yfir herlegheitin og í gær brutum við svo hveitið af og eftir varð þetta líka fína mynstur í málningunni. Allir mjög ánægðir með páskaframleiðsluna.

Jæja ætti ég að biðja Andra Hugo að hjálpa mér við að setja upp skilaboðakerfi á þessari síðu? Klink familí er ekki að standa sig í stykkinu.

Mig langar svo til að fá skilaboð. ;-) Frá ykkur mínir kæru vinir, ef einhverjir eru þ.e. a.s.

Jæja ég er farinn, verð að nota restina af fríinu!!

passið ykkur á bílunum!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home