Kommentakerfi, innlegg í skó, málning og þrif..og loftkastalar.
Ég gæti brjálast. Kommentakerfið er búið að vera niðri í marga mánuði. Ég vildi óska að einhver góðhjartaður myndi hjálpa mér að gera nýtt. Ég verð að finna út úr þessu. Leiðinlegt að hinir fjölmörgu lesendur geti ekki tjáð sig. ;-) Eða þannig.
Jæja ég málaði þvottahúsið í gær og ætla að fara aðra umferð í kvöld. Við vorum að kafna úr lakkangan í allt gærkvöld. En svona er það. Ég skrúbbaði meira að segja baðherbergið hátt og lágt á eftir. Ég sakna þess svo rosalega að hafa ekki Sóley hérna á landinu. Hún gefur mér orku. Rekur mann í gera hluti sem maður hefur trassað lengi. Og býðst til að hjálpa manni líka. Ekta vinkona maður. Ég þarf stundum svona fólk í kringum mig til að vakna upp af komanu sem ég fer stundum í, í sambandi við húsverk og viðhald. (á húsi). Þegar Sóley kom til Íslands árið 2002 þá píndi hún mig til að mála einn vegg sem þurfti að mála. Það var það síðasta sem ég málaði á heimilinu. Ég er semsagt í Nostalgíukasti núna. Mála og óska þess að Sóley væri hér! Eða ímynda mér það.
Ég svaf illa í nótt. Sonur minn þarf að nota innlegg í skóna. Og hefur eitthvað verið að svíkjast undan. Svo fór hann með þau í skónum á leikjanámskeið/frjálsar. Svo var barnið alltaf að vakna upp með hræðilegan verk í hægri fætinum. Hágrátandi lítill strákur og rosalega þreytt móðir. En auðvitað reynir maður allt sem maður getur til að láta honum líða betur.
Svo las ég á blogginu hjá Önnu.is um leiklistartherapíu í sambandi við tannburstun. Já ég lék þennan leik ósjaldan. Eins og Anna segir þá verður maður þreyttur. Nema að ég rifjaði þetta upp í gær og viti menn, ég ætlaði varla að fá drenginn til að hætta að bursta. Góð hugmynd fyrir foreldra. Að elta ímyndaða Karíusa og Baktusa um allan munn. Sjá Ömmu þeirra og systur og s.frv. Ná liðinu svo upp á tannburstann og skola út í sjó. Klikkar ekki!
Annað kvöld ætla ég svo að hafa Tapas kvöldið og ég er að hugsa um það hvað ég eigi að velja. Það eru 100 uppskriftir í bókinni. Þannig að ég verð að fara að ákveða mig.
Núna er ég að hugsa um ferðalög. Nýjasti loftkastalinn er málaskóli til Ítalíu eða Frakklands eða eitthvert annað. Það er hægt að fara í svona skóla í 2 vikur og á Ítalíu er líka hægt að fara á listanámskeið og fleira í tengslum við námið. Mjög spennandi. Ég held að ég geri þetta þegar einkabarnið er orðið 10 ára. Því að þá getur hann komið með og farið sjálfur á eitthvað námskeið.
Mér finnst þetta mjög spennandi kostur. Ekki of langt. Smá lærdómur í bland við skemmtun. Ekki það að ég láti mig dreyma um að geta talað ítölsku eftir 2 vikna stúdíu. Kommon.
Jæja bless.
Jæja ég málaði þvottahúsið í gær og ætla að fara aðra umferð í kvöld. Við vorum að kafna úr lakkangan í allt gærkvöld. En svona er það. Ég skrúbbaði meira að segja baðherbergið hátt og lágt á eftir. Ég sakna þess svo rosalega að hafa ekki Sóley hérna á landinu. Hún gefur mér orku. Rekur mann í gera hluti sem maður hefur trassað lengi. Og býðst til að hjálpa manni líka. Ekta vinkona maður. Ég þarf stundum svona fólk í kringum mig til að vakna upp af komanu sem ég fer stundum í, í sambandi við húsverk og viðhald. (á húsi). Þegar Sóley kom til Íslands árið 2002 þá píndi hún mig til að mála einn vegg sem þurfti að mála. Það var það síðasta sem ég málaði á heimilinu. Ég er semsagt í Nostalgíukasti núna. Mála og óska þess að Sóley væri hér! Eða ímynda mér það.
Ég svaf illa í nótt. Sonur minn þarf að nota innlegg í skóna. Og hefur eitthvað verið að svíkjast undan. Svo fór hann með þau í skónum á leikjanámskeið/frjálsar. Svo var barnið alltaf að vakna upp með hræðilegan verk í hægri fætinum. Hágrátandi lítill strákur og rosalega þreytt móðir. En auðvitað reynir maður allt sem maður getur til að láta honum líða betur.
Svo las ég á blogginu hjá Önnu.is um leiklistartherapíu í sambandi við tannburstun. Já ég lék þennan leik ósjaldan. Eins og Anna segir þá verður maður þreyttur. Nema að ég rifjaði þetta upp í gær og viti menn, ég ætlaði varla að fá drenginn til að hætta að bursta. Góð hugmynd fyrir foreldra. Að elta ímyndaða Karíusa og Baktusa um allan munn. Sjá Ömmu þeirra og systur og s.frv. Ná liðinu svo upp á tannburstann og skola út í sjó. Klikkar ekki!
Annað kvöld ætla ég svo að hafa Tapas kvöldið og ég er að hugsa um það hvað ég eigi að velja. Það eru 100 uppskriftir í bókinni. Þannig að ég verð að fara að ákveða mig.
Núna er ég að hugsa um ferðalög. Nýjasti loftkastalinn er málaskóli til Ítalíu eða Frakklands eða eitthvert annað. Það er hægt að fara í svona skóla í 2 vikur og á Ítalíu er líka hægt að fara á listanámskeið og fleira í tengslum við námið. Mjög spennandi. Ég held að ég geri þetta þegar einkabarnið er orðið 10 ára. Því að þá getur hann komið með og farið sjálfur á eitthvað námskeið.
Mér finnst þetta mjög spennandi kostur. Ekki of langt. Smá lærdómur í bland við skemmtun. Ekki það að ég láti mig dreyma um að geta talað ítölsku eftir 2 vikna stúdíu. Kommon.
Jæja bless.
3 Comments:
'Eg vona að þetta virki!
Ég var svo sem ekki að ætlast til að fólk þyrfti að skrá sig inn en ég fer fram á að þeir sem vilja kommenta geri það undir réttu nafni!
Ég var sko bara að prófa þetta. Þetta var ég. En í guðanna bænum skrifið alltaf nafnið ykkar. Ég verð að finna eitthvað fínna út úr þessu. Mér finnst þetta ekkert spes.
Skrifa ummæli
<< Home