dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Skólastúlkan síkáta

Eins og glöggir lesendur sjá, þá hef ég verið að gera nokkrar tilraunir með útlit og titil síðunnar. Upplýsingatækni og skólastarf 2003 er fokið út í veður og vind og ég hef ákveðið að prófa athugasemdakerfi blogger í staðinn fyrir hitt sem var alveg steindautt. En ég er alls ekki ánægð með þetta kerfi. Ég vil bara að fólk geti skrifað nafnið sitt. Ekkert að vera að skrá sig inn og svona. ´

Ég byrjaði sko á að skíra síðuna: lata skólastúlkan, en eins satt og það er þá finnst mér það ekki alveg henta ímynd minni. Ég held líka að með því að nota svona orð þá ögri maður "karmanu" sínu og verði þá að endingu húðlatur. Það er bara alveg nóg í bili. Ég ætti eiginlega að hafa þetta duglega skólastúlkan. Það verður líklega þannig í haust. En í dag er ég í góðu skapi þannig að það verður bara skólastúlkan síkáta. Út af því að ég er í sunmarfríi frá náminu.
Undirtitillinn segir sig auðvitað sjálfur. Dægurflugur og loftkastalar. Það er nákvæmlega það sem hingað ratar.

Ég vona að þetta falli í kramið. Ef ekki þá verður þetta bara síðasta heimsóknin þín hingað!! :-) vonandi ekki. Mér finnst nefnilega lúmskt skemmtilegt að vita að einhver er að lesa þetta. Eins og ég er nú hlédræg. :-)

Bless.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home