dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, júlí 09, 2004

Þjóðhátíð

Ég stend frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun: á ég að vera á Þjóðhátíð eða ekki. Mig langar mest til útlanda en það er ekki alveg að virka samt. Bæði dýrt og svo yrði það svo voða stutt ferð ;-)
En jæja, ég gæti líka farið á fastalandið með afa og ömmu og verið í Reykjó eða hitt Fanney og co í Fljótshlíðinni.
Svo er það barnið. Hann ætlar sko að vera á Þjóðhátíð og fer bara að orga ef ég viðra hugmyndir mínar um annað. Ég ætla bara að segja ykkur hvernig þetta var í fyrra. Þá fórum við saman og vorum saman. Ég fór heim með honum eftir miðnættið bæði fös og lau og var heima. Svo fór ég bara aðeins aftur á su. þegar hann var sofnaður. Þannig að barnið fékk vitaskuld toppservice. Sem er gott og er líka bara gaman. En þetta er ógeðslega dýrt. Alltaf eitthvað sem fellur til aukalega. Ég geri ekki lítið úr þeirri skemmtun sem við fengum þarna saman mæðginin. En þetta er samt voða sjoppulegt þegar fer að líða á kvöldið og í raun er það alltaf veðrið sem ræður hvernig þetta lítur út allt saman.
En jæja, ég er eiginlega að bræða með mér smá plan: vera á Þjóðhátíð með soninn þar til að hann verður ca 13 ára og leggjast þá alltaf í ferðalög um þennan tíma. Safarí í Afríku, málaskóla á Ítalíu, heimsækja Sóley til Indlands eða Am. o.s.frv. Hvernig hljómar þetta? Soldið sniðugt finnst mér. :-)

Við sjáum til!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home