dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, júlí 09, 2004

Búið að mála

Jæja þá er þvottahússgólfið orðið fínt. Ég get flutt inn í kvöld og byrjað að setja í þvottavél. Einmitt það sem ég þarf.
Mikið rosalega er ég að hlusta á skemmtilegt útvarpsefni. Miðaldatónlist. Oh, hún er svo falleg. Ég get alveg brjálast. Já, ókei ég gengst við þessu án þess að skammast mín: Ég hlusta á gufuna. Og er það eiginlega eina útvarpið sem ég nenni yfirleitt að hlusta á. Er maður þá gamall í sér? Ég hef reyndar alltaf verið það þannig að það ætti ekki að koma á óvart. En allavega þá finnst mér Gufan bara best. Sambland af öllu því skemmtilegasta.

Stutt yfirlit um tapasréttina sem ég ætla að reiða fram í kvöld:

steiktir og svo rósavínssoðnir kjúklingaleggir með hrísgrjónum og grænm.( eftirlíking af Paella en ég kann ekki að gera hana og langar ekki til þess því að ég er með ofnæmi fyrir skelfiskinum sem á að vera í henni)
brauðsneiðar með villipaté
laxarúllur með aspas
brauðsneiðar með túnfiski og grænmeti
tortilla með grænmeti
gúrkusneiðar með hvítlauks philadelfia osti og sterkri pepperonipylsu
ofnbakaðar beikonvafðar döðlur

Mattheus rósavín er reyndar portugalskt en við látum okkur hafa það. Rósavínið á kjúllanum er ekki mattheus. Bara taka það fram.
En ég á spænskt rauðvín þannig að það verður áreiðanlega tekið fram.



Jæja, ekki meira að sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home