Tapas o. fl.
Tapas kvöldið var náttúrulega brillíant. Smá breyting frá upphaflegum matseðli en það var nú í góðu lagi. Við sátum til kl. 3 að spjalla. Áa kom með dásamlegan eftirrétt a la Elliði Aðalsteins :-) Herlegheitin bera nafnið "Fölsk fullnæging". Við vorum sammála um að hún væri bara ekkert fölsk því við vorum alsælar með hana. Þurftum sko ekkert meira.
Annars var helgin ákaflega róleg og notaleg bara. Góður tími með syninum. Tvö kósýkvöld í röð og fleira.
Veðrið á sunnud. var svo frábært að við smelltum okkur út í garð í sólbað. Það var stundum svolítið kalt en við áttum ekki í vandræðum með að redda því :-) Höfðum bara með okkur teppi til að breiða yfir okkur þegar vindurinn blés. Þetta var að minnsta kosti skemmtilegt og það vottar fyrir fölbleikum lit á enninu á mér.
Þvottahúsið er komið í fullt gagn og dáist ég að því nokkrum sinnum á dag :-)
Jæja, ég er farin!
Annars var helgin ákaflega róleg og notaleg bara. Góður tími með syninum. Tvö kósýkvöld í röð og fleira.
Veðrið á sunnud. var svo frábært að við smelltum okkur út í garð í sólbað. Það var stundum svolítið kalt en við áttum ekki í vandræðum með að redda því :-) Höfðum bara með okkur teppi til að breiða yfir okkur þegar vindurinn blés. Þetta var að minnsta kosti skemmtilegt og það vottar fyrir fölbleikum lit á enninu á mér.
Þvottahúsið er komið í fullt gagn og dáist ég að því nokkrum sinnum á dag :-)
Jæja, ég er farin!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home