dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, september 14, 2008

Flutt...

Tíminn flýgur á ólöglegum hraða. Við höfum núna sofið eina nótt í nýja húsinu okkar í Coventry. Þetta er raðhús...gamalt úrsmiðaverkstæði. Þrjár hæðir, þrjú svefnherbergi. Spurning hvort að við týnum nokkuð hvort öðru hérna. Höfum það á leigu alla vega fram að jólum. Eftir það sjáum við til hvað verður. Annars hefur síðastliðinn mánuður flogið áfram á ljóshraða. Ég skrapp í örferð til Íslands að sækja prinsinn og svo tók við undirbúningur fyrir flutning. Sem var mjög tilfinningaþrunginn í alla staði. Í íbúðinni okkar á Campus áttum við okkar allra erfiðustu tíma sem og þá mest spennandi. Við höfum eignast góða vini í kringum Warwick háskóla og ég tala nú ekki um breska aðalsmanninn sem kom inn í líf mitt eins og fullbúin útgáfa af draumum mínum. Sem er bara gott!

Næst á dagskrá er að klára lokaverkefnið...vonandi með sem minnstu þunglyndi en mestri vinnugleði. hmmm...

Annars er nú ekki annað að frétta. VK alsæll að vera byrjaður í skólanum aftur og æfir stíft á píanóið. Vildi að ég hefði þessa orku...og vinnusemi...

jæja, best að fara á fætur og gera eitthvað af viti.

Lifið heil...
PS. það er komið nýtt heimilsfang...og símanúmer...