dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, september 25, 2007

Breski skóladrengurinn...


Breskir skóladagar...

Jæja, þá er litli skóladrengurinn minn búinn með tvo daga í Westwood School. Smá stress í gær...hvíslaði að mér þegar ég sótti hann: vá hvað þetta VAR erfitt...en samt gaman...
Það var víst tekið voðalega vel á móti honum og tveir strákar búnir að taka hann að sér ef svo má að orði komast. Eru með honum í frímó og mat og sýna honum og hjálpa...
Dagurinn í dag var svo alveg frábær...hann sveif út. Vá hvað það var gaman. Eitthvað annað en sorgin sem maður sá stundum í augunum eftir skóladaginn heima...við vonum að það endist. Þeim finnst hann svakalega merkilegur...allir að spyrja og svona...og einverjar stelpur að fá að faðma hann....krúttlegt.
Þetta þannig byggt upp að þau mega koma í skólann klukkan átta ef þau vilja og geta fengið sér morgunmat ef þau vilja...kennsla hefst svo ekki fyrr en 8.45...eða þá er nafnakall..til níu....bjalla sem hringir 8.40 og þá eiga allir að fara og svara kalli....
Þá taka við tvær 50 mín kennslustundir....frímútur...þau þurfa ekki að fara út frekar en þau vilja og geta valið um ýmsa klúbba í frímúnutum, mat og eftir skóla. Eftir frímó eru aðrar tvær 50 mín kennslustundir...matur í 45 mín og svo aftur tvær 50 mín kennslustundir.
Skólinn er með titilinn technology school og því mikið lagt upp úr raungreinum...tækni, vísindi og stærðfræði...svo er enska og franska, leiklist, dans, listir og tónlist...saga og jarðfræði, trúarbrögð og leikfimi.... svo virðist sem mikið sé lagt upp úr verklegum tilraunum...strax búinn að gera tvær tilraunir í vísindum...svaka spennó....en fannst rosa erfitt í frönsku...skildi bara ekki neitt...hehe...ekki furða...
Mig langar að nefna hér, þar sem ég er nú kennari og alltaf er verið að díla við eineltismál heima sem annars staðar. Þeir eru með hnitmiðað prógram þarna...og finnst mér mjög jákvætt að krakkarnir geti valið hvort þeir fari út í frímó...mjög uppbyggilegt að geta sinnt áhugamálum sínum og kynnst öðrum krökkum í staðinn fyrir að hírast úti í rigningunni þegar maður er kannski lélegur í fótbolta og allir bekkjarfélagarnir fíla boltann...þá er bara hægt að fara inn á bókasafn og spila skák, fara í borðtennis, kór eða hljómsveit...og engin skuldbinding...svo annað...það er bannað að fara í sturtu eftir leikfimi...hvað ætli það séu mörg börn sem taka út fyrir að afklæðast fyrir framan hina krakkana og baða sig með þeim? Ok, hreinlæti segir einhver...en er ekki hægt að treysta flestum foreldrum til að sjá til þess að börnin þeirra séu hrein? Ég veit svo sem ekki hvort að þessi atriði séu almenn hér...sennilega en mér finnst þetta persónulega skipta máli og einfalda ýmsa hluti..fjarlægja aðstæður sem eru kjörnar fyrir einelti...ég veit að það fer svo sem aldrei alveg en einmitt þetta að fjarlægja þetta krítíska...getur hjálpað alla vega sumum....
En að léttari nótum....ég fór í orientation dæmið í morgun...ó mæ god hvað mér fannst ég gömul eitthvað...ekkert nema krakkar með gelgjulæti...þetta er samt örugglega gaman....en ég get því miður ekki farið á margt af þessu vegna þess að flest er á kvöldin og ekki getur maður farið að skilja lillann einan eftir heima...spurning að dobla finnska fólkið til að redda okkur á fimmtudag og föstudag...svona svo maður sé ekki að borga 90 pund fyrir þrjár samlokur...hehe...þarf ekki að nota herbergið sem fylgir og get ekki farið í neinar ferðir...en það er nú eitthvað þarna...kemur í ljós.
Fór á heilsugæsluna...mjög heilbrigð segja þeir....sem er gott...og voða stress í sambandi við bólusetningar....en það reddast allt saman... ægilega hresst og þægilegt fólkið þarna...sem og alls staðar reyndar...allir vilja hjálpa manni....minnir mig á þegar við löbbuðum frá hjólabúðinni þegar við fengum ekki hjólin okkar....ætluðum að taka strætó...stóðum í strætóskýli...þá kom eldri maður og sagði okkur að vagninn kæmi ekki þarna vegna framkvæmda þarna....will you be allright lúf...oh þetta er svo krúttilegt...you allright lúf...minnir mig á Brynhildi Guðjóns í Stelpunum...þegar hún var breska eiginkonan í fríi á Íslandi...oh, shut your face vinnie...brjálast alveg ...þegar ég heyri í sumum hérna...alveg eins framburður held ég...nema þeir segja ekki svona ljótt við mann hérna...
jæja þetta er orðið fínt í skýrslutöku að sinni...ég vona að Amma og Afi í Blokkinni skemmti sér vel fyrir austan...Fanney mín vertu dugleg að setja þau inn í tölvunotkun...væri gaman að fá komment...
Ég er öll að koma til í hjólreiðunum...búin að hjóla hér um allt í dag...er orðin mun öruggari með mig í umferðinni...en þeir eru samt ferlega leiðinlegir að hafa ekki nein gönguljós..hehe...nú er nóg komið af röfli...

mánudagur, september 24, 2007

Fyrsti skóladagur VK

Fyrsti skóladagurinn runninn upp!
Við fórum frekar snemma í háttinn en ég held að svefn hafi ekki verið festur fyrr en um hálftvöleitið í nótt...en hvað með það? Við erum búin að vera í svo miklu dekri undanfarið að við höfum getað haft þetta eins okkur hefur sýnst. Þangað til í morgun. Allt tiltækt vekjaradæmi var dregið fram. Símarnir okkar og þrjár vekjaraklukkur. Allt stillt á fimm mínútna millibil í kortér eða svo...hehe...átti sko ekki að sofa yfir sig. Enda ekki ástæða til. Klukkan 5.29 vaknaði ég við eitt lítið píp...hehe...síminn hans VK rafmagnslítill...ég var nú frekar fegin að geta lúrt í 1 og hálfan klukkutíma í viðbót en þetta var frekar fyndið...ein búin að stilla allt tiltækt vekjaralið og hrekkur svo upp við eitt vesælt píp.
En nóg um það. Á fætur var farið við fyrsta hanagal eða réttara sagt fyrstu hringingu....og anda og gæsakvak...það eru endur og gæsir við vatnið í garðinum og eitt stykki önd og eitt stykki gæs stóðu fyrir utan stofugluggann þegar við komum fram....Þórarinn frændi....ég veit að þig dauðlangar að koma í heimsókn þegar þú lest þetta en ég er alveg viss um að það er stranglega bannað að veiða fiðurfénaðinn...hehe...en þú ert samt velkominn í heimsókn...
Á slaginu átta var stúfur kominn í skólabúninginn sinn og við tilbúin að hjóla af stað í skólann...og ég get svo svarið það að þessir Bretar hafa alveg gleymt því að fólk ferðast öðruvísi um en í bílum....helv....hringtorg...non stop...ekki gönguljós, varla gangbrautir....maður er á taugum að komast yfir götuna og við þurfum að komast framhjá þremur hringtorgum sem eru brjálæðislega bissí. Og svo er eiginlega ætlast til þess að maður hjóli á götunni. En maður þorir því varla með krakka...en ég fór götuna til baka og það gekk nú ágætlega....smá stress samt...
Aftur að aðalatriðinu...sumir voru örlítið stressaðir þrátt fyrir tilhlökkun að byrja í skólanum...about time skulum við segja...en það var vel tekið á móti honum og ég rekin heim og sagt að njóta dagsins og sækja hann svo kl 15.10. Ó mæ god hvað það var eitthvað erfitt en ég treysti honum alveg og það er góður andi þarna og krakkarnir virðast indælir. Ég hlakka til að hitta hann á eftir og heyra hvernig dagurinn hefur verið....
Þar til síðar!

laugardagur, september 22, 2007

Accidental killing...Did I really get what I wanted?

Blessuð sé minning litlu bjöllunnar sem frökenin í hræðslukasti sínu (og móðursýki vegna gruns um að viðkomandi tegund væri KAKKALAKKI!), fangaði með vínglasi og lét hana kafna þar hægum dauðdaga...Inni á KLÓSETTI!!!...er hægt að hafa það minna graceful?? Heimilið er í upplausn. Sonurinn ásakar móður sína um að 'hafa loksins fengið það sem hún vildi'..."Hún er DAUÐ MAMMA og það er ÞÉR að kenna"!
Ég reyndi hvað ég gat að telja honum trú um að hún væri kannski bara í dái...hún hafði einhvern veginn lagst á bakið og spennt greipar...sennilega í hinztu bæn til almættisins um miskunn...En því miður þá fór heimilisfólkið bara til Lundúna að skemmta sér og skildi aumingjans God´s creature eftir til að KAFNA!!...
Anyways, það er búið að flytja líkið út í garð þar sem súrefnið kannski lífgar hana við...Við skulum alla vega segja það í bili!!!

Annars er þetta bara rólegur laugardagur hjá okkur. Sonur að spila á píanóið og undirrituð að reyna að koma sér inn í tilvonandi námsefni...með smá hléum...hehe...

Held ég sé aðeins 'undir veðrinu' eins og og sumir myndu kalla það...smá kuldi...

þangað til næst!

PS. Ég óska Piparkornunum mínum elskulegu góðrar skemmtunar í kvöld. Væri alveg til í að vera með ykkur elskurnar...snuff, snuff...En þið sjáið um þetta. Takið bara myndir og sendið mér...svona til að nudda salti í sárin...hehe..

fimmtudagur, september 20, 2007

Home sweet home...

Vá, ég vissi ekki að ég gæti orðið svona einmana...samt ekki einmana í venjulegum skilningi þar sem sonur minn elskulegur er nú hjá mér...við höfum átt mjög góðan tíma saman og ég dáist að þvi hvað hann er þolinmóður og góður að dunda sér í eigin áhugamálum...en við erum samt bæði alveg komin í þörf fyrir að hitta jafnaldra okkar...hann hlakkar þvílíkt til að fara í skólann á mánudaginn...já...mánudaginn...ég sem kom hingað með hann fyrir þremur vikum til að hann gæti byrjað strax en sei sei nei...ekki orð að marka þessa Breta...ekkert nema pappírsprósess...hjá Minority Group Support Counsil....eða hvað sem þetta nú heitir. En það mikilvægasta er að það er staðfest að hann byrjar í Westwood School á mánudaginn nk. Við drifum okkur til London síðasta laugardag og komum heim í dag...til að versla skólabúning á stráksa. Svaka fínt. Við þurfum að gera okkur ferð í miðbæinn á morgun til að kaupa svarta íþróttaskó og regnjakka...þeir áttu það ekki til í verslunarmiðstöðinni okkar sem selur skólafötin. En þetta er nú frekar einfalt, svartar buxur, hvít skyrta, rauð peysa, hvítur pólóbolur og svartar stuttbuxur í leikfimi...svo þarf allt að vera svart...úlpa, taska og skór...og ekki má maður koma í strigaskóm í skólann....nei....svartir skólaskór skulu það vera....eins gott að kaupa góðan endurskinsborða á piltinn...svona fyrir skammdegið.
En nóg um þetta. Ég mun smella mynd af honum í fullum skólaskrúða þegar þar að kemur.
Londres var frábær...þrátt fyrir að við hittum ekki marga sem við þekkjum. Þórhallur og Hrund redduðu okkur alveg með því að hitta okkur á laugardagskvöldið. En við dóum ekki ráðalaus...fórum í bíó...sáum Shrek the 3rd á mánudagskvöldið, Lord of the Rings...leikhúsuppfærslu Royal Theatre Drury Lane...Magnað!..og svo December Boys...bönnuð innan tólf ára nema í fylgd með fullorðnum....Falleg mynd, soldið sentimental ! Svo röltum við um Covent Garden, Leicester Square og meðfram Thames...alltaf gaman að vera þarna bara....sérstaklega við ána...hún er svo sérstök. Svo gistum við náttúrulega miðja vegu milli London Bridge og London Tower þannig að það er varla hægt að fara fram á neitt meira.
En nú er það Coventry, home sweet home ...eða svoleiðis. Það er gott að vera komin heim. Við tókum smá verslunartripp eftir að við keyptum skólafötin. Fórum í Wilkinson (nk. Rúmfatalager...hræbillegt allt eins og sumir myndu segja...Matti Frugal væri ábggilega ánægður með mig ef hann vissi af þessu...hehe... og fjárfestum í uppþvottagrind, þvottagrind og ýmislegu sem vantaði á heimilið...vorum orðin nokkuð klifjuð þannig að frúin ákvað að splæsa leigó heim...svo sem ekki langt að fara en ekki séns með allt þetta drasl. Okkur til mikillar gleði var einn svartur cab staðsettur beint fyrir utan verslunarmiðstöðina...sem þeir eru ekki venjulega...ég spyr hvort hann sé for hire og jújú...hvert viljið þið fara? Við útskýrum það og ekkert mál...ef að tengdadóttir hans megi sitja í, hún sé inni að versla og komi eftir tvær mínútur. Hehe...bara skondið. Tengdadóttirin sat í og ekkert mál...við komumst heim fyrir málamyndafargjald. Bara gott.Heheh...
Svo er það skólinn hjá VK á mánudag og Orientation hjá mér á þriðjudag. Ég hlakka mikið til. Vona bara ð þetta verði ekki eintómir tvítugir krakkaskítar...hehe...
Ó já, svo er það tilvonandi heimsókn móður minnar elskulegrar til okkar hér í Bretlandi. Hún kemur í október og ég er búin að panta miða fyrir okkur á Töfraflautu Mozarts sem verður sýnd í örfá skipti í London Coliseum. Maður verður nú að viðhalda menningunni...
Jæja, ég ætla að láta gott heita í bili. Bráðum koma vonandi meira krassandi fréttir af okkur...

laugardagur, september 15, 2007

Londres...

Ja, gott folk. Bara svo ad thid haldid ekki ad frokenin hafi misst sig i gaeludyrinu tha hefur hun akvedid ad blogga pinulitid fra Londres. Thar sem hun er akkurat stodd nuna...and let's switch this to English as I don't want to fickle with my friends computer and hate to write Icelandic without the Icelandic letters... We got up at 5 this morning. Cought the Megabus at 7.20 am. Arrived in London Victoria 2&1/2 hours later. Headed straight to the Tube to catch the train to Oxford Circus. Just needed few items there...hehe...had breakfast at an Italian cafe...was okay despite that overheated Croissant. Anyways, had to leave Oxford street around noon (without noticing any Icelanders at all...strangely enough...)due to the overcrowded pavements...Not minn tebolli takk...those overcrowded streets... Took the bus to Waterloo, wandered by accident to the London IMAX Film Theatre and saw Harry Potter and the Order of the Phoenix in 3D. Fun enough it was. Payed too much for a cab to London Bridge where my friend lives and we are lucky enough to stay with. The driver only had a wague idea of the destination so we had to walk some...but that was alright. After an hour of rest we headed out again. Now to Enbankment tube station to meet an old schoolmate of mine and his wife. Walked with them down to Waterloo again and had a nice Italian dinner by the overcrowded banks of the river Thames. There is a Thames festival going on this weekend...wich explaines the crowd...it was fun and loud and colourful...music playing everywhere and people walking around. Very nice! After a lovely dinner and talk we headed back to London Bridge where we are chilling out now just before bedtime. We are starving to meet more people...it was great to see my old friend and his wife. Hope to keep in touch with them during my stay here in England. Anyways, I am hoping for this lack of friends to improve when everything gets into routine with school and stuff...that's all for now...talk to you soon!

föstudagur, september 14, 2007

Gæludýrið....Bara svo þið vitið það þá er þetta nýja gæludýrið mitt. JÁ...það er LIFANDI...í vínglasi inni á baði...ég legg ekki í meira. Þangað til ég fæ að vita hvaða tegund þetta er. Ef þetta er það sem mig grunar þá þarf að kalla á eitursveit...Góða helgi!

þriðjudagur, september 11, 2007

Andi augnabliksins...

Hvað haldið þið að ég sé að gera akkurat núna? Ekki hugmynd? Jæja,ég læt það flakka:

a) Bíða eftir að þvottavélin klári
b) Bíða eftir að gólfið á baðinu þorni svo ég geti gengið frá skúringagræjunum
c) Bíða eftir að gólfið í eldhúsinu þorni svo ég geti gengið frá hinu þrifadótinu...

...og þetta er alls ekki útaf því að minnihlutahópsstuðningsfulltrúarnir (út af skólnanum hjá VK) koma í heimsókn í fyrramálið...alls ekki...in case you were wondering!

föstudagur, september 07, 2007

Kvikindið gengur laust!

Það er padda í húsinu!

Og hún er týnd! Hún er svört og stór...og hleypur alltof hratt!

Núna skil ég alveg hvers vegna gólefnin í íbúðinni eru svona dökk!...heheh....


Spurning að kaupa sér háf fyrir kvikindið....bara svona til að vita um tegund og hegðunarmynstur...ætli það sé nýlenda einhvers staðar??

OMG!

fimmtudagur, september 06, 2007

Indian Warwick

Jæja, þá erum við búin að vera í eina viku í Warwick. Þetta hefur verið fínt eins og áður sagði en við erum eiginlega farin að þrá að hitta annað fólk. Höfum ekki kynnst neinum hér ennþá en það er vonandi ekki alveg að marka það ennþá. Ég vona samt að þetta verði ekki þannig að við höfum verið „sent off to Coventry“ sem þýðir basically að maður er hunsaður af öðrum...frasi sem tengist eitthvað sögunni af Lady Godiva....7,9,13...
Anyways, þeir eru ekkert að stressa sig yfir að drengurinn byrji í skólanum en við hinir óþolinmóðu Íslendingar pöntuðum sjálf tíma til að skoða skólann sem hann fer væntanlega í. Þar var tekið vel á móti okkur og líst okkur bara vel á aðstæður. Fyndið að skólastjórinn hafði farið til Íslands og svo var einn kennarinn að lenda úr fríi á Íslandi. Sú sem sýndi okkur skólann plataði mig til að heilsa honum á íslensku. Hann kunni tvær setningar, hvar er klósettið og komdu sæll eða eitthvað....rosalega var hann ánægður...hehe
En þar sem við eigum ekki von á að neitt gerist í skólamálunum fyrr en í fyrsta lagi á mánudag þá ætlum við að bregða okkur með rútunni til London á morgun og heimsækja John & JaneLewis. Við munum gist eina nótt hjá þeim . Það er okku mikið tilhlökkunarefni að eins og ég sagði áðan hitta annað fólk. Við erum orðin pínulítið lónli...
En við erum komin á hjól...svaka fín...við hjóluðum heim úr búðinni í gær og svo í skólann í morgun...það var svo heitt og mikil sól að ég var alveg búin eftir þetta. Soldið langt síðan maður hefur hjólað...er alveg að fíla það að vera á hjóli. Það mætti samt alveg vera þægilegra að komast yfir göturnar...þessi hringtorg eru viðbjóður og svo koma allir úr vitlausri átt. Maður getur nú alveg stressast yfir minna. Þetta jafnast náttúrulega ekkert á við dönsku hjólamenninguna en þeir eru að reyna og þetta gengur alveg upp.
Í kvöld útbjó ég æðislegt karrígrasker fyrir okkur. Ég ákvað að skrifa innihaldið og aðferðina niður og deila með lesendum mínum...þó þetta sé stolið og stílfært frá Sóley vinkonu minni. Bara að muna að það er þrennt sem gerir indverskan mat fullkominn, hvítlaukur, engiferrót og chilli...allt annað má vera eftir hendinni...svo er þetta mega hollt og frábærlega gott...meira að segja sonurinn var ánægður með þetta. Þetta var nokkurn veginn tekið til í ísskápnum þannig ég hugsa að það sé hægt að skipta út eftir því sem maður á þar...

Jæja, ég læta heyra frá mér eftir London ferðina...Bestu kveðjur heim!

PS. Ekki vera feimin að skrifa mér tölvupóst eða kommenta...það er ótrúlegt hvað maður gleðst við í hjarta sínu þegar maður heyrir í fólki þegar maður er svona langt í burtu....sama gamla sagan...alltaf kann maður betur að meta það sem maður hefur heima hjá sér þegar maður er komin eitthvert í burtu...sem er gott...!


Indian Warwick
1 lítið Red Kambocha grasker (má alveg nota sætar kartöflur í staðinn eða butternut squash...eða kartöflur hugsa ég meira að segja...svona ef það skyldi vera ves að nálgast grasker á Íslandi....sem það getur verið....því miður)

1 lime
2 hvítlauksrif
2-3 cm engiferrót
Fersk steinselja (nokkur blöð)
½ grænn chilli pipar
1 rauð paprika
1 rauðlaukur
2 litlir vorlaukar
1 dós tómatar í teningum ₊ ½ dós vatn

Turmeric
Tikka karrí
Hot paprika
Pipar
Worchestershire sósa
Grænmetiskraftur
ólívuolía
graskerið skorið í teninga (flysjað og fræhreinsað áður náttúrulega)
teningarnir settir í poka, 2 msk tikka karrí og smá sletta af olíu, hrist saman og sett í eldfast mót, grillað á mesta hita í 30-40 mín.
Á meðan graskerið er að bakast er grænmetið hreinsað og skorið, steinseljan söxuð, engiferrótin og hvítlaukurinn rifinn, sett í skál og lime-ið kreist yfir. Olía, turmerik , pipar og hot paprika yfir og sett í pott við góðan hita. Látið malla í smástund.
Tómötunum og vatninu hellt yfir og hitinn minnkaður. Kryddað til eftir smekk. Grænmetiskraftur og worchestershire sósa gera alveg gæfumuninn.
Þegar graskerið er bakað er því slengt út í pottinn og suðan látin koma upp.
Borið fram með salati (við notuðum bara grænt kál, rucola og eitthvað sem ég veit ekki hvað kallast...), hrísgrjónum og naan brauði. Ískalt hvítvín eða KingFisher bjór hefði ekki skemmt þetta!

þriðjudagur, september 04, 2007

Warwick Campus

Jæja! Þá erum við mætt á Warwick campus í Coventry í Landi englanna. Ferðin hingað út gekk mjög vel þrátt fyrir að við hefðum aðeins náð tveggja tíma svefni...skil ekki alveg hvað við vorum að spá. En hey...maður vann það nú bara upp seinna. Við fórum beint með Túbunni frá Heathrow á London Bridge með einu stoppi....sem var frekar sársaukalítið þar sem Green Park stöðin hefur luckily enough lyftu til að fara í the Jubilee line sem fer einmitt á London Bridge þar sem Helgi tók á móti okkur. Við gistum heima hjá honum tvær nætur...betra en besta hótel...bæði aðstaða og þjónusta...hehe...alla vega sjö stjörnur...væsti ekki um okkur...Eftir stutta hvíld skelltum við okkur í London Dungeon sem er í göngufæri frá heimilinu. Það var nú meiri afplánunin...fyrir mig að minnsta kosti. Klukkutími í biðröð...svo ofan í jörðina í kös í gegnum einhvern óhugnað byggðan á sögulegum staðreyndum. Súrefni af skornum skammti jók svo á unaðinn af klostrófóbíunni. En ég er rosalega glöð svona eftir á að hafa farið...þetta virkaði spennandi og var það í sjálfu sér. Kannski bara ekki alveg það rétta þegar maður hefur ferðast milli landa í nokkra klukkutíma og bara sofið í tvo tíma nóttina áður.
Á miðvikudag fórum við mæðginin í skoðunartúr um bakka Thames árinnar og enduðum á síðbúnum hádegisverði á Café Rouge sem er á móti St. Pauls Cathedral... Ungi herramaðurinn minn var hrikalega sáttur eitthvað.
Um kvöldið gerðist Doktor Helgi barnapía fyrir mig svo ég kæmist á deit með Matt. Hehehe...við hittumst í Hammersmith og fengum okkur Suður Indverskan kvöldmat...mjög síðbúinn eins og hádegismaturinn. Það var mjög skemmtilegt að spjall við Matthías og gaf hann mér að sjálfsögðu nokkur vel valin sparnaðarráð....sem ég hef náttúrulega þegar haft tækifæri til að fylgja...t.a.m. með því að versla í Primark...sem er víst frekar sveitó eftirlíking af Marks og Spencer....en hey maður er fátækur námsmaður og það svo sem ekkert verra stöff þar...bara kostar minna...sem er gott!! Heheh...
Jæja, dýrðardvölin í London stóð stutt yfir og drifum við okkur til Coventry á fimmtudeginum eins og ráðgert hafði verið. Enn á ný vildi ég vera nískupúki og taka rútu í staðinn fyrir lest...það kostaði smá hlaup og ves og var ekki alveg eins ódýrt og það hefði getað verið ef við hefðum pantað á netinu...en hey...við komumst að leiðarenda og kláruðum lyftingar og hlaup fyrir daginn....það er ekkert grín að ferðast með fjörutíu kíló af farangri, tvo níðþunga bakpoka og hafa áhyggjur af barni líka. En sá stutti stóð sig ótrúlega vel enda orðinn nokkuð sigldur eftir páskafríið í London og Hastings þar sem við æfðum okkur að bera sama magn ( heldur léttara þó) af farangri upp og niður tröppur á neðanjarðarlestarstöðvum...sem var kvöl og pína to be honest.
Campusinn er með eindæmum glæsilegur...mun fínni en ég átti von á. Okkur finnst við eiginlega bara vera á hóteli ...svona fyrir utan gólfteppið fagra...sem ég mun sennilega prísa mig sæla með í vetur. Þegar það fer að kólna. Hér er allt til alls og stutt að ganga allt hérna innan svæðis. Við fórum svo með leigó í hjólabúð í þar næsta hverfi í gær og fundum hjól en þurfum að bíða til morguns eða fimmtudags eftir að fá þau í hendurnar. Planið var að hjóla til baka en þar sem það var augljóslega ekki hægt þá ákváðum við að labba heim. Ég tímdi engan veginn að splæsa í annan cab. Gangan tók eina og hálfa klukkustund og var ég svo heppin að fljúga á hausinn þegar ég rýndi sem mest í kortið...rak fótinn í ójafna gangstéttarhellu...eða einhvern annan fjárans ójöfnuð...sem kennir manni að vera ekki að reyna að gera tvennt í einu. Slapp með sár á hné og rispur í lófanum. Sem er gott! Mér til yndisauka varð náttúrulega fullt af fólki vitni að þessari skemmtilegu hrösun minni. Missti alveg kúlið í smá stund en það kom aftur fljótlega.

Við stoppuðum á hrikalega local pöbb til að fá okkur drykk í sólinni og greinilegt að barstúlkan kannaðist ekkert við okkur því að hún fór að spyrja hvort við værum í heimsókn...ferlega skemmtilegt...greinilega mest fastakúnnar þarna og líklega óvenjulegt að útlendingar dúkki þarna upp...frekar svona fátækt hverfi...ekkert fínt eða neitt.

Fyrir utan hjólafjárfestinguna þá erum við líka búin að fjárfesta í sjónvarpi þar sem ég sá fram á ansi löng vetrarkvöld án þess að geta horft alla vega á bbc. Þannig að...við fórum í Tesco og fjárfestum í sjónvarpi af óþekktri tegund. Virkar fínt enn sem komið er alla vega.

Af skólamálum drengsins er það að frétta að það á að senda manneskju til okkar í vikunni til að ræða málin. Hlakka til að sjá hvernig það kemur út. En þeir eru nú frekar rólegir Tjallarnir yfir flestum hlutum. Gefa sér góðan tíma í pappírsvinnu og svona ....hrikalega nákvæmir en það er svo sem ágætt.

Jæja, ætli maður fari ekki að horfa á fína sjónvarpið okkar svona áður en maður skellir sér í háttinn. Verð að bæta einu við...ég veit ekki hvað það er en ég sef einstaklega vel hérna. Þægileg rúm og sængur og svo ægileg myrkvunartjöld fyrir gluggunum. Alveg að virka.

Ég fer svo að henda inn myndum við tækifæri. Við höfum af einhverjum ástæðum ekki verið neitt sérlega dugleg. Ég er líka með Facebook og ef það eru einhverjir sem lesa þetta og hafa ekki fengið frá mér boð um að skrá sig, endilega látið vita af ykkur í kommentakerfinu. Ég verð með myndir þar og svona....skemmtilegt samfélag líka...

Laters!