dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, nóvember 04, 2010

Lífsins rafræni annáll

Var að lesa í gegnum bloggið mitt og verð að játa það að ég er Salvöru Gissurardóttur afar þakklát fyrir að hafa skyldað mig til að opna þetta blogg á sínum tíma. Rúmlega 7 ár og ekkert minna. Auðvitað með mislöngum hléum milli pósta en ég geri mér grein fyrir því hversu dýrmæt heimild bloggið er yfir líf mitt undanfarin ár. Ég gleðst í hjarta mínu við að lesa gullkorn sonar míns sem ég hef haft vit á að færa í blogg og ýmsir atburðir eða hugsanir sem ég hef gleymt rifjast upp við lesturinn. Þetta er sérlega dýrmætt á þessum síðustu og verstu tímum þar sem maður fer ekki einu sinni með myndir í framköllun lengur og hvað þá að maður haldi dagbók. Lifið heil

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home