dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, janúar 10, 2009

Slysaskot í Palestínu

Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg, dökkhærð stúlka.
Liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári
Höfuðkúpan brotin.

Ég er Breti, dagsins djarfi
Dáti, suður í Palestínu
En er kvöldar klökkur, einn
Kútur lítill, mömmu sveinn.

Mín synd er stór. Ó systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
Hjarta mitt, ó systir mín
Fyrirgefðu, fyrirgefðu,
Anginn litli, anginn minn.

Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.

Kristján frá Djúpalæk.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er svo flott ljóð, ég man í barnaskóla að ég valdi mér þetta ljóð til að lesa upp einu sinni. Verst er að þetta eru sko engin slysaskot í Palestínu núna.

9:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home