dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Afmælisstrákurinn minn!!!



Elsku litli krúttumolinn minn á afmæli í dag! 12 ára! Þetta er í fyrsta sinn sem ég er ekki með honum á afmælinu hans. Ferlega ömurlegt eitthvað! En ég treysti því alveg að hann njóti dagsins í Eyjum. Ég læt eina gamla mynd fljóta með þessari færslu. Svona að gamni. Ég ótrúlega stolt af þessum dreng og hef trú á að hans bíði mikil lukka.

Ég vil nú annars þakka allar afmæliskveðjurnar sem mér bárust í gær. Þær glöddu mig mikið. Hugsanlega tilvonandi tengdaforeldrar mínir komu uppeftir og buðu okkur stærðfræðidoktornum út að borða á Harrinton´s sem er voðalega fínn veitingastaður í Kenilworth. Ofsalega notalegt og skemmtilegt! Bestu þakkir og kveðjur til allra!

Lifið heil

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ langaði bara að óska ykkur báððum til hamingju með afmælið vona að þið hafið það sem allra best

kveðja Írena og sverrir

3:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sendi Valla Kalla innilegar hamingju óskir í tilefni dagsins! 12 ár! Vá.........fljótt að líða :)

hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á aaaaffmæli hann Valli
hann á afmæli í dag!!!!!

Sóley

4:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home