dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, ágúst 09, 2008

á tásunum...

Er ekki lífið hreint alveg dásamlegt? Maður er búinn að vera einhleypur í tæpan áratug með tilheyrandi dramaköstum og flækjukynnum við skuldbindingafælna menn og kiðlinga, sjálfboðaliðatilboð giftra manna um skuldbindingalaust næturgaman (alfarið góðverk af þeirra hálfu takið eftir...) og ýmisleg önnur skrítin tilboð...sem skipta ekki máli. Var á tímabili farin að trúa því að ég væri þessi skuldbindingafælna...eða kiðlingurinn...hvort sem er...ætla svo sem ekkert að velta mér upp úr þvi núna. En ég lagði sem sé leið mína í Tesco í morgun með Finnsku vinkonu minni, sem er svo vel sett að eiga sjálfrennireið sem hentar ágætlega til magninnkaupa á sódavatni. Það læddist nú eitt og annað með sódavatninu en það er önnur saga. Þegar ég kom að kassanum spurði ungi, geislandi fallegi drengurinn How are you doing? Ég svaraði bara eins og venjulega Good! How are you?? jú jú hann var nokkuð bissí í vinnnunni auðvitað...en svo segir hann eitthvað sem ég bara náði ekki í fyrsta. Þannig að ég hváði...´sorry, What´s that?, Can you say this a little bit slower, I am not English you see o.s.frv....Pilturinn roðnaði og blánaði eins og unglingsstelpam endurtók spurninguna kannski tíu sinnum...spurði svo you think it would really be that bad??
smám saman fór að renna upp fyrir mér ljós! Hann var að bjóða mér út!!! Blessaður drengurinn...Þegar ég loksins kveikti á perunni tók ég um leið að mér hlutverk þess vandræðalega ...uhm, uhm..uhm...ah...I ...I ...have ...have...a dis...dissertation....to to...write...uhm...sorry.... (auk þess sem Rómeó er á leiðinni til mín í kvöld...) Jesús minn hvað þetta var pínlegt....EN ég brosi ennþá hringinn....honum tókst alla vega að gera góðverk blessuðum...birti upp hjá mér í rigningunni alla vega...kannski var það allt og sumt sem hann ætlaði sér en mér alveg sama.Þetta er nú bara eitthvað sem maður hefur alrei þekkt. Að það sé í lagi að bjóða einhverjum út án þess að endilega ætla að giftast þeim...segi svona...Auðvitað hefur maður farið á stefnumót...en það hefur alltaf verið einhvern veginn þannig að það hefur bara gerst...hef aldrei verið spurð beint út...man það alla vega ekki...en það er nú kannski ekkert að marka mig...kannski er bara öllum öðrum boðið á stefnumót heima...nema mér...uhu...
Ég nýt þess reyndar alveg í tætlur í augnablikinu að útlendingar hafa eitthvert lag á stefnumótum...er enn á stefnumóti við Rómeó...og hef hugsað mér að draga það deit eitthvað á langinn....hehe...nema að hann flýji...Rómeó hefur algjörlega náð að heilla mig upp úr skónum... og ég vonast til að vera bara á tásunum eitthvað áfram!! Ég held að þetta sé skólabókardæmi um lögmál Rómeós...þegar Rómeó heillar mann upp úr skónum reyna aðrir að fæa mann til að fara í skóna aftur....segi svona...ætla að fara að vinna...nóg komið af bulli í dag líklega...Lifið heil!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið ofsalega ertu nú búin að vera dugleg að skrifa!!! Bara ekki í réttann dálk elskan ;)
4 færslur síðan ég leit inn síðast, svo að ég varð bara að hafa mig alla til að lesa! úff..
Til hamingju með daginn...aftur.
Góða skemmtum með Rómeó og tengdó.
Heyrumst bráðum!
Sóley

5:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tók eftir að ég var alveg skælbrosandi eftir að lesa þennan pistil.. hef bara eitt um þetta að segja ÆÐI

10:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home