dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Móðir (mega-stressuð yfir ritgerð sem hún á að skila eftir helgi, athugið að ritgerðin tilheyrir mastersnámi): Ég þarf eiginlega smá frið svo ég geti haldið áfram að skrifa

Sonur (11 ára, mjög afslappaður og algerlega laus við að samsama sig stressinu í móðurinni): Ertu ekki alveg að verða búin með þessa ritgerð? Rosalega ertu búin að vera lengi!

Móðir (nett pirruð....stressið þú skilur): Nei, þetta gengur bara ekki nógu vel, ég er orðin hálf-rugluð á þessu öllu og veit ekkert hvað snýr upp eða niður.

Sonur (verður litið á tölvuskjáinn þar sem við honum blasir hálf kláruð málsgrein sem móðirin hafði sett neðst í skjalið til seinni tíma úrvinnslu): Mamma, þetta er ekkert mál, ég skal segja þér hvað þig vantar. Þú þarft bara að rökstyðja af hverju þér finnst þetta og koma svo með hugmyndir um hvað þú vilt gera í staðinn. Þá er þetta komið!

Móðir (frekar geðvond): Ég hafði nú hugsað mér að henda þessu!

Sonur: hvað meinarðu? Þú getur sko alveg notað þetta. Þú þarft bara að hugsa þetta aðeins betur. Viltu kannski að ég hjálpi þér?

Aahh, ég vildi óska þess að ég hefði slíkt sjálfstraust. ;-)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hann er stórkostlegur.. ekki amalegt að hafa svona aðstoðarmann... hjálpa mömmu sinni með mastersritgerðina hahahaha
Knús til ykkar
Matta

1:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Valli Kalli er flottastur og góður í að hughreysta kellu :)
En gangi þér vel í ritgerðafjörinu elsku vinkona
kær kveðja frá okkur öllum í Hátúninu og hlakka til að sjá ykkur í maí
Kveðja Stefanía og co

12:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja vinkona hvað er að frétta af bloggi ? komin með kæró og skilin við okkur blogglesarana hummmm
Samt var rosalega gaman að hitta ykkur öll í maí og hlakka til að hitta ykkur aftur :)
kveðja Stefanía

6:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home