dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, september 20, 2007

Home sweet home...

Vá, ég vissi ekki að ég gæti orðið svona einmana...samt ekki einmana í venjulegum skilningi þar sem sonur minn elskulegur er nú hjá mér...við höfum átt mjög góðan tíma saman og ég dáist að þvi hvað hann er þolinmóður og góður að dunda sér í eigin áhugamálum...en við erum samt bæði alveg komin í þörf fyrir að hitta jafnaldra okkar...hann hlakkar þvílíkt til að fara í skólann á mánudaginn...já...mánudaginn...ég sem kom hingað með hann fyrir þremur vikum til að hann gæti byrjað strax en sei sei nei...ekki orð að marka þessa Breta...ekkert nema pappírsprósess...hjá Minority Group Support Counsil....eða hvað sem þetta nú heitir. En það mikilvægasta er að það er staðfest að hann byrjar í Westwood School á mánudaginn nk. Við drifum okkur til London síðasta laugardag og komum heim í dag...til að versla skólabúning á stráksa. Svaka fínt. Við þurfum að gera okkur ferð í miðbæinn á morgun til að kaupa svarta íþróttaskó og regnjakka...þeir áttu það ekki til í verslunarmiðstöðinni okkar sem selur skólafötin. En þetta er nú frekar einfalt, svartar buxur, hvít skyrta, rauð peysa, hvítur pólóbolur og svartar stuttbuxur í leikfimi...svo þarf allt að vera svart...úlpa, taska og skór...og ekki má maður koma í strigaskóm í skólann....nei....svartir skólaskór skulu það vera....eins gott að kaupa góðan endurskinsborða á piltinn...svona fyrir skammdegið.
En nóg um þetta. Ég mun smella mynd af honum í fullum skólaskrúða þegar þar að kemur.
Londres var frábær...þrátt fyrir að við hittum ekki marga sem við þekkjum. Þórhallur og Hrund redduðu okkur alveg með því að hitta okkur á laugardagskvöldið. En við dóum ekki ráðalaus...fórum í bíó...sáum Shrek the 3rd á mánudagskvöldið, Lord of the Rings...leikhúsuppfærslu Royal Theatre Drury Lane...Magnað!..og svo December Boys...bönnuð innan tólf ára nema í fylgd með fullorðnum....Falleg mynd, soldið sentimental ! Svo röltum við um Covent Garden, Leicester Square og meðfram Thames...alltaf gaman að vera þarna bara....sérstaklega við ána...hún er svo sérstök. Svo gistum við náttúrulega miðja vegu milli London Bridge og London Tower þannig að það er varla hægt að fara fram á neitt meira.
En nú er það Coventry, home sweet home ...eða svoleiðis. Það er gott að vera komin heim. Við tókum smá verslunartripp eftir að við keyptum skólafötin. Fórum í Wilkinson (nk. Rúmfatalager...hræbillegt allt eins og sumir myndu segja...Matti Frugal væri ábggilega ánægður með mig ef hann vissi af þessu...hehe... og fjárfestum í uppþvottagrind, þvottagrind og ýmislegu sem vantaði á heimilið...vorum orðin nokkuð klifjuð þannig að frúin ákvað að splæsa leigó heim...svo sem ekki langt að fara en ekki séns með allt þetta drasl. Okkur til mikillar gleði var einn svartur cab staðsettur beint fyrir utan verslunarmiðstöðina...sem þeir eru ekki venjulega...ég spyr hvort hann sé for hire og jújú...hvert viljið þið fara? Við útskýrum það og ekkert mál...ef að tengdadóttir hans megi sitja í, hún sé inni að versla og komi eftir tvær mínútur. Hehe...bara skondið. Tengdadóttirin sat í og ekkert mál...við komumst heim fyrir málamyndafargjald. Bara gott.Heheh...
Svo er það skólinn hjá VK á mánudag og Orientation hjá mér á þriðjudag. Ég hlakka mikið til. Vona bara ð þetta verði ekki eintómir tvítugir krakkaskítar...hehe...
Ó já, svo er það tilvonandi heimsókn móður minnar elskulegrar til okkar hér í Bretlandi. Hún kemur í október og ég er búin að panta miða fyrir okkur á Töfraflautu Mozarts sem verður sýnd í örfá skipti í London Coliseum. Maður verður nú að viðhalda menningunni...
Jæja, ég ætla að láta gott heita í bili. Bráðum koma vonandi meira krassandi fréttir af okkur...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vildi óska að Íslendingar tækju upp á skólabúningum. Hlakka til að sjá myndir af Valla í fullum skrúða.
Frábært að heyra að mamma þín ætli að skella sér.. en hvað það verður gaman hjá ykkur, get vel trúað að fyrstu dagarnir séu búnir að vera spes og jú kannski pínku heimþrá...

10:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home