dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, júní 06, 2007

TOEFL

...niðurstaðan er komin í hús og það þremur dögum fyrir áætlaðan tíma! Frökenin hefði getað sparað sér niðurbrotið sjálfstraust í tæpar þrjár vikur. Svona er þetta svart á hvítu: 102/120 (sem er ótrúlega hátt miðað við áðurnefnda tímabundna lestrarörðugleika, athyglisbrest og almenna taugaveiklun og tímaskort), reyndar er markið 105/120 en það er bara spurning hvort að þeir sleppi taugahrúgunni inn með það eða sendi hana á smá námskeið áður en eiginlegt nám hefst og það hljómar ótrúlega vel í hennar eyrum. Ég held að það komi manni alveg til góða að fara á svoleiðis. En alla vega þá stefnir allt í að frökenin setjist á skólabekkinn langþráða í landi englanna í haust og einkasonurinn með að sjálfsögðu! Ég tek við hamingjuóskum í síma, sms eða tölvupósti, nú eða þá í athugasemdakerfinu hér að neðan...hehe...Anyways, ég ætla að hitta skötturnar í kvöld á Kaffi Kró. Það verður alveg ábyggilega ljúft eins og alltaf! Lifið heil!

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

TIL HAMINGJU ELSKU FRÆNKA !!! Ég vissi þetta... nú er bara að fara að plana að heimsækja þig.

5:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta Ása mín...
Hlakka til að geta farið í heimsóknir til þín..
bið að heilsa öllum
kv. SHA

9:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með árangurinn. Þá er bara spurning....hvenær megum VIÐ koma??

2:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Enn og aftur til hamingju með allt saman og þið Valli Kalli eigið alveg eftir að blómstra í þessu öllu saman.
Þú færð pottþétt enga heimþrá því ég er jú ein af þeim sem er strax farin að hugsa hvenær ég komi til ykkar ásamt hinum :) Samt ætla ég alveg að halda áfram að heimsækja þig hér í Eyjum þangað til hehhehe p.s þá get ég loksins valið ,,símavin,, í útlöndum :) Ása best, einsog búið er að kenna Ingunni Önnu

11:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku frænka mín! Þið mæðgin verðið flott þarna úti! KV Nía

10:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ji til hamingju elsku Ása mín! En spennandi... og hvert nákvæmlega er stefnan tekin?

Mbk. Lauga

9:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl elsku Ása mín
Hvað er eiginlega að frétta af þér og einkasyninsum, sé að það er mikið framundan. Til hamingju með prófið. Hvert er stefnan tekin?
Vona að þú hafir það sem allra best.
Kv. Svandís vinkona

1:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er komin með ógeð af þessu "Toefl".. alltaf þegar maður kemur hérna inn þá sér maður þessa fyrirsögn... löngu kominn tími á nýtt blogg góða mín.

11:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home