dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, júní 03, 2007

Gönguskór, rigningarþoka sem skapar þrá eftir samviskusnakki...

Keypti mér gönguskó í gær. Virka fínt fyrir utan það að miðtærnar á vinstri fætinum virðast alltaf verða fyrir aðkasti, sama hvernig skó ég fæ mér. En það venst vonandi!
Helgin hefur verið viðburðasnauð með afbrigðum. Mig langar í 'samviskusnakk' með Kela, Kiddu, Gísla, Brian, Eduardo, Ásgeiri, Gústa o.fl. þegar veðrið er eins og það var í dag; þoka og rigning. Minnir mig alltaf á þessa dásemdartíma og Þjóðhátíð. Ég komst alveg í Þjóðhátíðarstemmningu í dag þegar við mæðginin fórum í gönguferð í rigningarþokunni!

Ég hef voðalega lítið að segja í augnablikinu. Bíð eftir að skólanum ljúki og við taki sumarleyfið sem ætti að veita manni þarfa slökun og skemmtun. Er enn í svartsýniskast út af málefnum komandi hausts en það skýrist um það leyti sem ég lendi á Kastrup. Einstök tímasetning! Og þá verður það annað hvort fúlheit eða brjálað stress að undirbúa allt með hraði! Kemur í ljós!

Gerði ekki neitt um sjómannahelgina þrátt fyrir að vera fyrrverandi hetja hafsins...hehe...ef svo má að orði komast! Langaði á ball en var svo einmana að ég sleppti því. Allir uppteknir í öðru en mér (frekar erfið staðreynd!).

Ég læt þetta duga úr þokunni og rigningunni á Eyjunni fögru. Lifið heil!

Ps. ég er eiginlega í smá pásu í íslensku bloggi, blogga núna bara á ensku á ensku síðunni minni! Maður verður nú að æfa sig. Þið megið alveg kíkja á hana ef þið viljið...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home