dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Júdas og blómahafið...

Þrátt fyrir svik Júdasar var frökenin nokkuð sátt við kennarasamkvæmið á laugardagskvöldið. Nennti ekki fyrir fimmaur en dreif sig þó...sem betur fer... Var nú varla að meika það fyrir öllu blómahafinu og sms-in, minnstu ekki á þau...hehe...er enn að leita að kandídat fyrir body-guard-starfið...þarf aðallega að kunna að sms-a og geta haldið á blómum...sett þau í vatn svo lítið beri á kannski líka...en annars er það bara sæmilegt útlit og helst ekki fáviti eða fyllibytta, það væri nú?...hah...Annars ætla ég nú að taka sénsinn á að halda upp á nokkurs konar Valentínusar-konu-dag á föstudagskvöldið. Það er að segja ef maður verður ekki búinn á því eftir daginn í dag sem er nota bene einmitt Valentínusardagurinn sjálfur. Svo verður konudagurinn ekki fyrr en á sunnudag þannig að maður verður þá bara kominn aftur á rólið með að taka við blómum og bréfum og sms-um og svona. Annars er bara ekkert að frétta, ég mun ritskoða ósómann sem væntanlega fer fram á heimili mínu næst komandi föstudagskvöld og deili mögulega bleikri útgáfu af þeim viðbjóði...ætli sumir lesendur mínir fari samt ekki létt með að lesa milli línanna og geta í eyðurnar? ...blehh........................................laters.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ertu ekki alveg að fá nóg af blómum ?
Ég er nú með nokkra í huga sem blómadrengi fyrir þig ;)
Bleik kveðja til þín frá mér :)

11:59 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Æ, þetta er orðið svolítið þreytt. Minnir mest orðið á jarðaför...

12:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home