dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, febrúar 10, 2007

Fékk þann heiður að gæta lítils dreng meðan móðir hans skrapp í samsæti. Sá stutti var mjög sáttur við dvölina á heimili mínu en sonur minn lét þessi gullvægu orð falla: mamma, þú talar við hann eins og þú ætlir að stela honum!!

Annars er mest lítið að frétta, bara eins og venjulega, stoppar ekki síminn, alltaf einhver að bjóða manni út og svona. Póstkassinn fullur af rómantískum bréfum og alltaf verið að taka á móti blómum og svoleiðis dekri. Spurning hvað þeir halda þarna á póstinum...Maður er nú bara farinn að kvíða konudeginum. Ef þetta er byrjunin þá bara veit ég ekki hverju ég má eiga von á. Það verður ábyggilega ekki þverfótað fyrir blómum og hjörtum og svoleiðis vitleysu. Og er ekki Valentínusardagurinn fram undan? Einum of væmið, verð að segja það...Er nú orðin svolítið þreytt á þessari athygli allri saman. Enginn friður fyrir mönnum sem vilja bjarga mér frá eilífri einsemd. Hvað getur maður sagt? Vesöld yðar mun breytast í fagnað kannski???...Blehh....

En gott og vel. Best að drífa sig í kennarapartí. Ætla að tékka á hvað það kostar að fá svona bodyguard í vinnu....bara til að halda á blómunum og taka við skilaboðum og svona...ég er ekki að meika þetta! Over and out....

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jiiii allt að gerast :) blómadrottningin sjálf ;)
Góða kennaraskemmtun skvísí mín

10:22 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Já sko allt að gerast!! wink wink nudge nudge say no more...

11:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sorrý var búin að segja þér að ég myndi mæta svo mæti ég ekkert. Ég veit ég er Júdas. Nennti engan veginn út. Hvernig var stemmningin annars? Skruppuð þið á Rottweiler ;) Hehehe.

Jóna Heiða

1:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þunn ? enn að rokka með Rottweiler ??

10:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home