dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, nóvember 25, 2006

The answer is blowing in the wind my friend...

Enn ein óveðursvikan að baki! Sem betur fer. Enn og aftur fóru flestir eftirmiðdagar og vikunnar í stúss s.s. sælkerakvöld í Hamarsskóla (ég kom með einn forrétt), kökukvöld í bekk sonar míns (slapp við bakstur í það skiptið), þess á milli gerði ég mitt besta til að rífa mig upp úr krónískri þreytu og svefntruflunum (sleeping disorder) sem hefur hrjáð mig í mesta lagi alla vikuna og reyndar undanfarnar þrjár. Komst að því, sjálfri mér til ósegjanlegrar furðu, að mér getur dauðleiðst í eigin félagsskap. Langt síðan mér hefur þótt ég sjálf svona hrikalega boring. Langar að vera annars staðar. Til dæmis þar sem vindhraði er undir 30 m. á sek. og hitastig yfir 10 gráðum. Staðsetning sjálf aukaatriði.Búin að fá ógeð á sælkerakvöldum og kaffisamsætum. Eða kannski ekki. Hundskaðist loksins í tröppurnar og græddi smá orku sem var svo bætt upp með tveimur græntestöflum (hugleiddi alvarlega að kanna framboð á örvandi efnum sem gæfu orku og kættu geðið um leið en sleppti þeim hugsunum fljótlega...maður er nú í “kjarna”fjölskyldu með rannsóknarlöggu...lét duga að þykjast holl með þessu græna te...i) sem leiddu til þrifa á bakarofni, bak við ísskáp, undir sófa og skápum o.s.frv. (note to self: verð að muna eftir að taka græntestöflur að staðaldri til að viðhalda hreinu heimili).

Fann þúsundkall undir stofuborði. Spurning hvaða gjaldmiðil maður finnur í eldhússkápunum sem bíða alveg eftir tuskunni.

Framundan er indælishelgi sem á að fara í jólabakstur og föndur, matarboð (þarf ekki að koma með neitt í það...) og mögulega meiri þrif og þá væntanlega einhvern peningafund. Hver veit?

Fór í heimsókn í efstu hæðir í kvöld. Það var svo kalt á leiðinni að allt var hvítt án þess að það væri snjór. Yndislega fallegt. Hrím...mmmm. Gekk svo heim eftir miðnætti og fylgdi mínum eigin fótsporum heim aftur. Það var falleg upplifun. Greinilegt að enginn annar hafði átt leið í efstu hæðir á þessum þremur tímum sem heimsóknin varði. Sérstök upplifun að þekkja eigin fótspor og að geta fetað þau alla leið til baka og verið um leið viss um að enginn annar hefði fylgt þeim. Undarlegt? Kannski ekki.

Ég sé í litla drauminn minn um snemmtilbúinn jólaundirbúning. Hef ekki lengur afsakanir um skólaverkefni eða annað yfirhangelsi. Neyddist til að taka fram tuskuna og nú er bara að sækja jólaskrautið og baka til að líf mitt verði eins og mynd í Mörthu Stewart blaði.hehehe...blehhh

Ó vell, ég kveð að sinni. Lifið heil!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home