dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Er mannkynið sífellt að verða latara?

Við matarborðið í kvöld kom þetta gullkorn frá syni mínum. Ég verð að deila því með ykkur:

Við vorum að tala um að það væri hægt að leigja bíómyndir á Skjánum. Valli eldri segir þá: já þetta er náttúrulega framtíðin, til hvers að vera að kaupa bíómyndir og tónlist í umbúðum? Já, segi ég , þetta hefur verið til staðar í Bretlandi í nokkur ár. Kemur þá í litla manninum: Eruð þið þá að meina það að heimurinn sé að verða latari og latari? Já, ætli það ekki bara, svara ég. Vá, eins gott að ég fæddist ekki í framtíðinni!!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flottur punktur hjá Valla Kalla :)

5:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home