dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Vatnsslagur á bílaþvottaplani.

Ill nauðsyn rak mig til að brúka sólskinið og bruna á drekanum á bílaþvottaplanið við Tvistinn. Ekki beinlínis í frásögur færandi en samt sem áður þá var rúmlega kominn tími á að ryksuga drekann og var gólfmottum svipt út og sonurinn látinn skrúbba þær vel. Móðirin ryksugaði bílinn og varð eitt hundrað krónum ríkari fyrir vikið. Fann reyndar ýmislegt annað en minna verðmætt. Þegar ryksugun var lokið var bíllinn færður að vatnshönunum og fékk sonurinn það hlutverk að bleyta bílinn til að mamma gæti sápað og skrúbbað. Í lokin vorum við komin með sitthvorn vatnskústinn og farin að sprauta á hvort annað. Rosalega var það skemmtilegt. Ég áttaði mig nefnilega á því þegar ég kvartaði í þriðja eða fjórða skiptið undan því að drengurinn missti úðann á mig, hvað ég var eitthvað leiðinleg og samansaumuð. Ég var samt nokkuð fljót að átta mig og sprautaði aðeins á hann á móti og þar með var allt orðið ferlega skemmtilegt. Mjög gott fyrir sálina að fara í vatnsstríð við börnin sín!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fylgdist einmitt með ykkur mæðginunum í þvottaslagnum.... nokkuð gott og hressandi örugglega....heheheehe

2:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, við leyfum okkur allt of sjaldan að vera börn. Fíflast og leika okkur. Frábært hjá þér. Haltu þessu áfram því það eru þessar stundir sem hann mun muna alla sína æfi og meta hvað mest.

6:45 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Ég bætti einmitt um betur í morgun og skoraði á drenginn í vatnsbyssustríð. Það endaði með því að við hlógum eins og vitfirringar og urðum rennandi blaut. (Það var reyndar svo skemmtilegt að þegar hann var búinn að tæma úr sinni byssu átti ég smá leka eftir og notaði óspart á hann en þá fór hann að vola því honum var svo kalt sagði hann! (lesist: tapsár! *hehehe*) En hann var fljótur að gleyma því þegar hann var búinn að hlýja sér og núna er þetta líklega besti dagurinn í lífi hans (bein tilvitnun í hans orð).

7:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ það hefur bara verið heljarinnar stuð á þvottaplaninu, en gott að ekki voru fleiri á svæðinu hehehe

10:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home