dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júní 29, 2006

Törninni lokið...

Jeeh! Nú er farið að hægjast aðeins um í vinnunni hjá manni. Bara gaman þegar törnum líkur.

Annars er nú lítið að frétta svo sem. Brian á afmæli í dag. Til hamingju með það minn elskulegi vinur!

Ég er að fara í borgina á morgun. Aðeins að útrétta. Langar frekar til London eða eitthvert annað. En ekki í boði. Ég ætla reyndar að hitta Kiddu vinkonu og Kela guðfræðing í ferðinni. Hlakka mikið til.

Sólin hefur látið sjá sig endrum og eins undanfarna daga. Mér til mikillar gleði. Hef verið að fara í góðar gönguferðir í góða veðrinu. Hitti Ingunni Ársæls og Lubba í einni þeirra og gengum við saman upp í Lyngfellsdal. Á leiðinni sáum við tvo litla fuglsunga (ekki spyrja mig um tegundina). Þeir voru eitthvað á tvist og bast úti á götu, við héldum meira að segja að annar þeirra væri vængbrotinn. En svo var nú ekki þannig að við smelltum greyjunum aftur í hreiðrið sem var þarna alveg við veginn. Á niðurleiðinni litum við í hreiðrið og sáum að annan ungann vantaði og þegar nánar var að gáð sáum við að ekið hafið verið yfir greyið. Æ, hvað það var eitthvað sorglegt. Að öðru leiti var þetta frábær dagur.

Ég sakna Garreths (ekki)! Ég jarðaði hann í kyrrþey. Held að hann hefði viljað það sjálfur. Veit í sjálfu sér ekki neitt um fjölskyldu hans en ég er viss um að ættingi hans reyndi að hefna sín á mér úti í Stórhöfða um daginn. Ég slapp ómeidd en með naumindum þó.


Matta frænka skreið inn í fjórða aldurstuginn með glæsibrag síðasta laugardag. Ég færði henni langþráð bland í poka með engum kúlum en miklum piparbrjóstsykri (mætti halda að hún væri piparjónka miðað við þann smekk) í tilefni dagsins ásamt rennisléttum evrópskum bréfpeningi. Vonandi að hún geti keypt sér eitthvað sniðugt í næstu ferð sem hún leggur í út fyrir landsteinana. Þetta ætti alla vega að duga fyrir skordýrafælu í fríhöfninni ef hún ætlar að heimsækja frumskóga eða eyðimerkursanda Afríku til dæmis.

Ég ætla að láta þetta gott heita í bili. Hef vonandi eitthvað svæsið að segja ykkur eftir helgina! * hehe *

Bless í bili og njótið veðurblíðunnar, til þess er hún!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehehehe.... þessi gjöf frá þér var algjör snilld og ein af þessum gjöfum sem gleymast seint -þú kannt á þetta ;o)
...veit svo hinsvegar ekki hvort ég ætli eitthvað að njóta veðurblíðunnar... nýt hennar best inni hjá mér held ég bara ;o)

9:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home