dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, maí 27, 2006

Jæja þá er au-pair dögunum löngu lokið og allir komust nokkurn veginn heilir frá því.*hehehe* Börnin voru yndisleg í alla staði en þetta endaði með því að au-pair stúlkan fékk þessa líka heiftarlegu gubbupest. Annað eins hefur maður nú bara varla upplifað síðan ofnæmi fyrir skelfiski uppgötvaðist eftir rómantíska sjávarréttamáltíð á gamla Skútanum með X-loverboy. Rómansinn var ansi fljótur að hverfa það kvöldið en það er önnur saga. En núna er heilsan komin aftur þrátt fyrir þó nokkra þreytu og máttleysi.

Uppstigningardagur (Jesus Christ take off day (eins og einhver útskýrði það fyrir amerískum vinum sínum)) var hlaðinn viðburðum eins og venjulega. Þá er nefnilega hátíð í skólanum sem sonur minn gengur í. Þetta byrjaði allt með danssýningu í íþróttahúsinu. Hún er alltaf jafn skemmtileg verð ég að játa. Svo var haldið í skólann og horft á soninn leika í leikriti og spila á píanó. Eftir þetta voru svo vortónleikar tónlistarskólans þar sem sonurinn spilaði á píanóið aftur. Ég var ótrúlega þreytt eftir þennan dag þrátt fyrir að hann hafi verið ákaflega skemmtilegur.


Jæja ég ætla nú bara að kveðja að sinni. Er eitthvað hálf heiladauð í augnablikinu. Verð að reyna að vinna upp einhverja orku. Lifið heil!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tekur þú að þér barnapíustörf ?
Mig er farið að langa hlusta á píanósnillinginn son þinn því ég hef heyrt að hann sé mjög klár enda ekki langt að sækja það ;)

1:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home