dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, maí 14, 2006

Hvað er að frétta?

Ég óska Þjóðhildi og Óla forseta til hamingju með daginn og ekki má gleyma brúðkaupsafmæli danska krónprinsins.

Hvað er að frétta? Jú fór í afmæli í gærkvöldi. Hjá þeim kornungu Áróru Hörpu og Lilju Birgis. Bara fjör en það er nú allt önnur Elínborg, skal ég segja ykkur. *hehe* Ég tók meira að segja þátt í mega skemmtiatriði Fitness Group kórsins. Það tókst bara vel með aðstoð Haralds bongótrommuleikara og Gulla gítarleikara. Sungum ógleymanlegan óð til þeirra stúlkna og munu þær væntanlega lifa í minningunni um þennan atburð um ókomin ár...

Í næstu viku ætla ég að rifja upp au-pair árið mitt í Danmörku. Við sjáum svo til hvernig til tekst....

Annars er nú hálfgerð gúrkutíð hjá mér eftir vikutíma með Bólu-Hjálmari heima. Drengurinn minn fékk semsagt hlaupabólu sem upphaflega var ruglað saman við flóabit sem tók að hlaupa. Það skal tekið fram að hitastigið hefur ekki verið jafn hátt hér í Vestmannaeyjum eins og nokkra þessara daga síðan 1961. Þið getið rétt ímyndað ykkur gleðina með það að vera inni með hita og bólur þessa daga. Og eini félaginn var mamma gamla. Það var ekki farið í neinar grafgötur með það skal ég segja ykkur.

Jæja ég segi ykkur svo nánar frá au-pair tíma mínum þegar þar að kemur...en ég kveð að sinni. Lifið heil.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Getur maður sem sagt farið að panta þig í söngviðburði ??
En til að gleðja ykkur heimalingana þá spáir nú áframhaldandi góðu veðri en samt ekki eins heitt og var í síðustu viku !!
Ekki gleyma þriðjudagskaffinu hjá mér ;)

10:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home