Þráhyggja og fleira skemmtiefni...
Jæja þá. Vikan hefur verið frekar róleg eitthvað. Mitt helsta viðfangsefni hefur verið að reyna að koma þráðlausu netkorti og adsl tengingu í gagnið heima hjá mér. Með fremur glötuðum árangri. Lýsi hér með eftir tölvugúrúum í heimsókn. Ískaldur öl í boði fyrir veitta þjónustu! Látið ekki þetta tilboð framhjá ykkur fara...
Vá ég man varla hvað ég var að gera annars. Jú hóaði í árlegt eggjamálunarhóf okkar Margrétar og drengjanna. Heppnaðist svo vel að við ætlum að halda áfram á mánudagskvöldið. Bara skemmtilegt. Sniðugt að geta þess að undanfarin ár höfum við einmitt um páskana gert eitthvað ógurlega skapandi með strákunum. Og ekki gott að fara að klikka neitt á því núna, eða hvað?
Tónleikar Vormanna Íslands síðastliðið sunnudagskvöld voru frábærir. Rosalega var gaman. Mér finnst nú Ólafur Kjartan alltaf æðislega hot. Verð bara að viðurkenna það. Myndi alveg vilja mæta honum í myrkri sko. Nei ég segi nú bara svona. Og gaman fyrir Alexander Jarl að fá að taka þátt í þessu með þeim.
Svo hlakkar maður bara til næstu tónleika í Samkomuhúsinu. Ragnheiður Gröndal & friends koma þar fram þann 12. apríl. Ég mæti pottþétt.
Ég fór í aðra fermingarveislu í dag. Bryndís Ýr frænka fermdist í dag og var veislan frábær. Æðislegur matur og geðveikar tertur sem Sigurjón hennar Önnu Sirrýjar sá um að baka. Hann er nú bara listamaður strákurinn.
Ein kjánahrollssaga svona í lokin: haldið þið ekki að gamla gobban sé farin að fíla eitthvað gelgju indí danslag. Ég er að tryllast yfir að heyra þetta blessaða lag í útvarpinu. Veit náttúrulega ekki hvað flytjandinn heitir nákvæmlega eða lagið. En mér finnst þetta bara skemmtilegt lag en ferlega gelgjulegt samt.
Og alveg í blálokin. Það rifjast upp fyrir mér að Sóley bað mig að segja söguna af því hvers vegna blaðagrindarstatífið var fengið á nýja baðherbergið. Það var þannig að þegar við vinkonurnar vorum að dimmitera fyrir stúdentsútskriftina (fyrir 5 árum eða svo) þá var maður náttúrulega búinn að vera á ferðinni frá því um miðja nótt og auðvitað var einhver vökvi innbyrgður. Þegar líða tók á morguninn fór mönnum að verða mál að pissa og var ákveðið að fara heim til Sóleyjar í pissupásu. Þegar maður komst loksins að blasti við manni yndislega eftirminnileg sjón. Stafli af tímaritum, bókum, ferðageislaspilari og diskar og ýmislegt annað afþreyingarefni. Þessi sjón varð að þráhyggju í huga mér sem nú hefur verið svalað að hluta. Á reyndar alveg eftir að græja hljómþáttinn en það kemur kannski seinna. *tíhíhí*
Fyrst ég er komin út í að tala um dimmisjónina þá get ég ekki sleppt því að nefna það þegar Magnús Arnar bankastjóri (held ég ) hringdi í útvarpið og bað um óskalag. Eins og allir vita smakkaði drengurinn ekki áfengi (alla vega ekki þá), hann drakk bara pepsi og var stoltur af. Jæja nema þegar við komum í skólann, eftir að hafa vakið kennarana á ókristilegum tíma, þá vék einn kennarinn sér að honum Magnúsi og hundskammaði hann fyrir að vera að vera skólanum til skammar með því að vera að hringja blindfullur í útvarpið...*mikið sárnaði peyjanum...og okkur líka því að enginn varð sér neitt til skammar, alla vega ekki fyrr en um kvöldið kannski...nei ég segi nú bara svona*
Vá ég man varla hvað ég var að gera annars. Jú hóaði í árlegt eggjamálunarhóf okkar Margrétar og drengjanna. Heppnaðist svo vel að við ætlum að halda áfram á mánudagskvöldið. Bara skemmtilegt. Sniðugt að geta þess að undanfarin ár höfum við einmitt um páskana gert eitthvað ógurlega skapandi með strákunum. Og ekki gott að fara að klikka neitt á því núna, eða hvað?
Tónleikar Vormanna Íslands síðastliðið sunnudagskvöld voru frábærir. Rosalega var gaman. Mér finnst nú Ólafur Kjartan alltaf æðislega hot. Verð bara að viðurkenna það. Myndi alveg vilja mæta honum í myrkri sko. Nei ég segi nú bara svona. Og gaman fyrir Alexander Jarl að fá að taka þátt í þessu með þeim.
Svo hlakkar maður bara til næstu tónleika í Samkomuhúsinu. Ragnheiður Gröndal & friends koma þar fram þann 12. apríl. Ég mæti pottþétt.
Ég fór í aðra fermingarveislu í dag. Bryndís Ýr frænka fermdist í dag og var veislan frábær. Æðislegur matur og geðveikar tertur sem Sigurjón hennar Önnu Sirrýjar sá um að baka. Hann er nú bara listamaður strákurinn.
Ein kjánahrollssaga svona í lokin: haldið þið ekki að gamla gobban sé farin að fíla eitthvað gelgju indí danslag. Ég er að tryllast yfir að heyra þetta blessaða lag í útvarpinu. Veit náttúrulega ekki hvað flytjandinn heitir nákvæmlega eða lagið. En mér finnst þetta bara skemmtilegt lag en ferlega gelgjulegt samt.
Og alveg í blálokin. Það rifjast upp fyrir mér að Sóley bað mig að segja söguna af því hvers vegna blaðagrindarstatífið var fengið á nýja baðherbergið. Það var þannig að þegar við vinkonurnar vorum að dimmitera fyrir stúdentsútskriftina (fyrir 5 árum eða svo) þá var maður náttúrulega búinn að vera á ferðinni frá því um miðja nótt og auðvitað var einhver vökvi innbyrgður. Þegar líða tók á morguninn fór mönnum að verða mál að pissa og var ákveðið að fara heim til Sóleyjar í pissupásu. Þegar maður komst loksins að blasti við manni yndislega eftirminnileg sjón. Stafli af tímaritum, bókum, ferðageislaspilari og diskar og ýmislegt annað afþreyingarefni. Þessi sjón varð að þráhyggju í huga mér sem nú hefur verið svalað að hluta. Á reyndar alveg eftir að græja hljómþáttinn en það kemur kannski seinna. *tíhíhí*
Fyrst ég er komin út í að tala um dimmisjónina þá get ég ekki sleppt því að nefna það þegar Magnús Arnar bankastjóri (held ég ) hringdi í útvarpið og bað um óskalag. Eins og allir vita smakkaði drengurinn ekki áfengi (alla vega ekki þá), hann drakk bara pepsi og var stoltur af. Jæja nema þegar við komum í skólann, eftir að hafa vakið kennarana á ókristilegum tíma, þá vék einn kennarinn sér að honum Magnúsi og hundskammaði hann fyrir að vera að vera skólanum til skammar með því að vera að hringja blindfullur í útvarpið...*mikið sárnaði peyjanum...og okkur líka því að enginn varð sér neitt til skammar, alla vega ekki fyrr en um kvöldið kannski...nei ég segi nú bara svona*
3 Comments:
Ég vildi að ég væri tölvugúrú til að geta fengið að launum ískaldan öl ;) En ég gæti reynt svo sem er spurning með afraksturinn !!! ertu til ?
Stefanía þú þarft ekki að vera tölvugúrú til að smella þér í einn ískaldan hjá mér! Komdu bara þegar þú vilt sko.
takk fyrir það og gaman frá því að segja að við droppuðum inn rétt eftir að Ásgerður skrifaði þetta komment :)
Skrifa ummæli
<< Home