dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, mars 10, 2006

Blámi sálar minnar...

Jæja eru ekki allir búnir að skila skattframtalinu sínu? Pottþétt!

Ég sé það að einmitt þegar ég óttaðist hið bláleita vetrarmyrkur Íslands sem mest þá tókst mér að binda þannig um hnútana að ég hefði ekki tíma til að hugsa út í myrkrið. Nú er morgunskíman farin að sýna sig þegar ég fer á fætur á morgnanna og tollir langt fram á kvöld þannig séð og þá hef ég ekkert að óttast. Mér finnst eitthvað svo sorglegt að fara á fætur í myrkri. Það er bara eitthvað svo LEIÐINLEGT og TRIST að ég þarf að berjast við löngunina til að skríða aftur undir ylvolga sængina og kúra þar fram í birtingu. En einhvern veginn þá gleymir maður þessu á meðan á því stendur. Óttinn við myrkrið knúði mig til að skipuleggja félagsviðburði í einkalífi mínu big time. Svo staðfastlega að ég hef ekki tíma til að velta mér upp úr leiðindunum heldur væri alveg til í að sjá fram á svona eins og eina helgi sem maður gæti bara dvalið heima hjá sér og gert nákvæmlega ekkert sérstakt annað en það sem mann langar til. Og það ætla ég að veita mér bráðum. Er búin að aflýsa mætingu minni á tvær skemmtanir um næstu og þar næstu helgi. Tek sem sagt fjórðu skemmti helgina í röð á morgun með smástelpupartíi (eða svo gott sem) sem ég mun mögulega tjá mig um að herlegheitunum afstöðnum.

Annars er mest lítið að frétta héðan úr lífi skólastúlkunnar fyrrverandi en þó enn síkátu. Lofkastalar mínir eru alltaf jafn glæsilegir og dægurflugurnar sýna sig nánast á hverjum degi en þær lifa stutt eins og eðli þeirra segir til um.

En að smá innri pælingum. Ég vaknaði upp við vondan draum nýlega. Varðandi samskipti mín við hið sterka? kyn. Ég hef áttað mig á því að ég þjáist af skammarlegri skuldbindingafælni (commitment-phobia) og áráttu-vænisýki (paranoia obsession). Við skulum ekki fara út í nein smáatriði í augnablikinu en þetta er mér áhyggjuefni sem líklega kostar meðferð færustu sérfræðinga í mannlegum samskiptum. Eða endar í framhaldsnámi með áherslu á sálfræði, hegðunarferli og atferlismótun einstæðinga (eins og hún Dýffa mín orðaði hjúskaparstöðu mína svo yndislega). En jæja hvað um það, í sambandi við áráttu-vænisýkina þá fer ég fram á að þið strjúkið egoi mínu um helgina. Það getið þið gert með því að kommenta eitthvað fallegt hér á svæðið eða hringja í mig og tjá mér hug ykkar til mín. (þið óframfærnu menn sem lesið þessa síðu, endilega kíkið í símaskrána og sláið á þráðinn) *tíhíi*

En jæja ég er horfin út í blámann í dag og bið að heilsa ykkur í bili.

Góða helgi.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Eitthavað gott get ég sagt um þig Ásgerður og sá lukkunarpanfíll sem mun loks opna augun og skilja hve yndisleg manneskja þú ert mun eignast ekki bara eiginkonu heldur líka sannan vin sem hægt er að teysta. En af allri væmni sem sumir mundu halda að ég væri að pikka þá óska ég þess að þú farir að gera við trollið og kasti út aftur um helgina svo gæinn sleppi ekki úr greipum þér ;)

11:27 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Jáá...hann er heppin sem mun ná í mig...eins og við segjum svo oft vinkonurnar...einstæðingarnir...eins og við erum stundum kallaðar...en það er verið að vinna í þessu með trollið...en það er allt í leyni...ennþá...þetta var orðið svo hrikalega götótt...að það tók því varla að gera við það...hefði verið hagstæðara að henda bara draslinu og kaupa nýtt...en þá hefði það alveg misst sjarmann.

12:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eitthvað spennandi í gangi sem ég veit ekkert um ... ég skal drífa mig að koma með það sem ég ætlaði að gefa þér fyrir greiðann sem þú gerir mér á hverju ári um þetta leyti.... það ætti vonandi að hressa þig aðeins við ;o)
Annars er nóg hægt að hrósa þér Ása mín... þú er ein besta manneskja sem ég þekki í alla staði. Endalaust hrós, kiss og knús.

1:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home