dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Fuglaflensa og Öskubuska...

Vá, ég asnaðist til að glápa á Kompás fyrr í kvöld og þvílík mistök. Umræðuefnið var fuglaflensan ógurlega og ég verð að játa að það fór um mig ískaldur hrollur þegar sóttvarnalæknir og fleiri sérfræðingar töluðu um viðbrögð á Íslandi. Best að byrja að hamstra dósamat og gera ráð fyrir big time inniveru. En ætli maður neyðist ekki til að hrista hrollinn úr sálinni og vona það besta þangað til allt verður vitlaust.

En að öðru. Ekki nóg með að maður hafi skroppið til Nýju Jórvíkur um síðustu helgi heldur bætti maður um betur og skellti sér í Sódómu Íslands. Og hafði gaman af. Markmið ferðarinnar var að sjá Öskubusku Rossinis með Sólveigu systur og Mörtu móður hennar. Við sáum líka kynningu í boði Vina óperunnar. Það var bara snilld og tel ég hana hafa opnað augu mín þannig að sýningin öðlaðist meiri vídd í huga mér. Fyrir sýningu fórum við á Enricos á Laugarveginum og var það bara kósý. Reyndar finnst mér staðurinn frekar dýr en ef maður á miða í Óperuna þá fær maður 20% afslátt af matnum. Sem er gott. En ekki víninu.Sem er verra.*hehe*.

Eftir sýningu var haldið í Reykjavík Centrum þar sem gist var yfir nóttina. Þar líður mér alltaf eins og ég eigi heiminn. Eftir dásamlegan svefn fram að hádegi tók við þrældómur í verslunarleiðangri. Fyrsta mál á dagskrá var að fara í vaskinn. Eða réttara sagt kaupa loksins handlaug og blöndunartæki á fína design-baðherbergið mitt. Fann eina geðveikt flotta í Húsasmiðjunni en viti menn, ekki til...en væntanleg þann 1.mai nk. Nei takk hugsaði mín. Nenni ekki að bíða svo lengi. Dreif sig í Byko en þar var nú ekkert mér að skapi. Þannig að ég brunaði aftur í Húsó og tók valkost númer tvö. Sem er bara flottur. Þannig að nú er þetta allt komið í hús og næsta mál á dagskrá að setja innréttinguna saman og tengja græjurnar. Þá verður kominn tími á Designers promotion. Eða með öðrum orðum gott partí heima hjá mér. Kannski að það verði með amerísku sniði til heiðurs hönnuðinum. Við sjáum til.

Eftir verslunarleiðangur dauðans var svo brunað í Herjólf þar sem manni var vaggað blíðlega alla leiðina heim. Rosalega var ljúft að koma heim á laugardegi. Mér fannst reyndar vera sunnudagskvöld þannig að dagurinn í dag var nokkurs konar plús.

Eitthvað annað krassandi? Veit ekki. Jú smá en ég ætla að bíða aðeins með það.

Annars bara lifið heil og passið ykkur á rjómabollunum!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh ég veit... asnaðist líka til að horfa á þetta ógeð og ég svaf ekkert í nótt... ég er að fríka út á þessu.
Er ekki annars frænkó?.. síðasti séns á morgun hjá Níu.
p.s. mamma kíkir alltaf reglulega á hana Ásu sína og hlær mikið af gullkornum Valla Kalla hehehehehehe

8:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gott að klósettmálin séu að komast lokst í rétta gírinn :)
Og hlakka til að koma í ameríska innflutningspartýið ;) ein voða viss um boðsmiða hehe

2:47 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Stevo, þetta komment garanterar þér miða!!:-)

3:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

GOOD ég sef þá róleg :)

10:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki bara málið að bjóða mér líka. Bara safna í ferðasjóð handa dömunni..........eða bíða til næsta sumars og ég get komið með alveg fullt af svona amerísku partí dóti ;)
Gaman að þessu, vonandi verður þetta bara búið þegar ég kem :)

7:37 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Ég geri ráð fyrir þér Sóley mín! Förum að leggja fyrir strax. :-)

10:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home