dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, febrúar 03, 2006

Boltaleiðindi...

Boltavika.

Ólíkt sumum sem hafa tapað sér yfir sigrum og ósigrum íslenska landsliðsins í handbolta og jafnvel skriðið út úr íþróttahatursskápum, hef ég ekki séð einn einasta leik. Og gæti ekki verið meira sama. Reyndar gæti mér ekki verið meira sama um þennan bolta almennt(sérstaklega sjónvarpsbolta). Jú gaman ef vel gengur en óþarfi að drepast yfir tapleikjum. Aðeins einu sinni hef ég horft á fótboltaleik í sjónvarpi ótilneydd. Það var 21. júní árið 2000 og leikurinn var milli Portúgala og einhverra annarra. Í miðjum leik reið jarðskjálfti yfir suðurlandið og djöfull brá mér. Pottþétt bara út af þessari skrítnu iðju minni. :-) Ástæðan fyrir áhuganum voru aðallega undurfagrir fótleggir Portúgalanna það árið. ;-) Jú jú svo heldur maður náttúrulega alltaf með ÍBV og íslenska landsliðinu hvar sem er!

En nóg um boltaleiðindi. Það er voðalega lítið að frétta í augnablikinu. Mér fannst fyrir skömmu rosalega stutt í Ameríkuferðina en svo er hún bara eftir nokkra daga. Því miður verður opnunarhanastélið á ljósmyndasýningunni hans B þann 11. en ekki 16.feb. En það er nú samt skemmtilegra því að þá verður hann ekki upptekinn við að setja myndirnar upp þegar ég verð þarna heldur getum við stöllurnar notið óskiptrar athygli hans. Ekki leiðinlegt! : -) Og séð sýninguna!!!

Ég hélt að janúar mánuður yrði svaka langur og leiðinlegur. Hann hefur svo sem ekki verið skemmtilegasti mánuður lífs míns en hann var svakalega stuttur í mínum huga. Maður er varla búinn að taka niður jólaskrautið þegar það er farið að styttast í páskana. Eða þannig.

Jæja ég hætt í bili.
Meira á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home