dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, janúar 14, 2006

Þrettándinn


Hér er VK kominn í rétta búninginn fyrir síðbúna þrettándagleði. Takið eftir skegginu! Það kom upp á síðustu stundu að maður vildi endilega vera með skegg og þá voru góð ráð dýr! En að sjálfsögðu bjargar maður sér bara og þetta kom bara vel út verð ég að játa. ;- )


























Það var ansi kátt í Höllinni á þrettándaballinu. Hér eru Beddi og Vala mætt í fyrsta sinn í mörg mörg ár. Það var frábært að fara út að djamma með þeim Kiddu og Bedda og henni Völu svölu frá Danmörku. Það hefur ekki gerst í 10 ár eða svo. En ég skil ekki hvað var í gangi því þetta er eina myndin sem ég tók allt kvöldið. En það var gaman.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Móðirin klikkar ekki á smáatriðum á þrettádabúningnum :)
En þú hefur bara skemmt þér svona vel á ballinu að myndavélin hefur fengið að sitja hjá þetta djammið

8:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var ég Stefanía sem kvittaði hér að ofan :) ekkert smá klár í commentakerfinu hehe

8:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært skegg!!! Þú ert snillingur!

11:38 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Ó, takk fyrir Keli minn. Þetta var nú bara þvottastykki sem fékk þetta frábæra hlutverk. Og hélt hita á hinu fagra andliti sonarins. Minnir mann svolítið á slæður múslimakvenna. :-) En það er bara flott, ekki satt?

8:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home