dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, desember 02, 2005

Löðrunguð til að skipta um kyn...

Jæja, þá er bloggheimurinn orðinn ofbeldisfullur í meira lagi. Búið að senda manni ”löðrung” í gegnum netið og verður MissHillary kölluð til ábyrgðar. Vitanlega tekur maður þátt í vitleysunni og lætur hafa sig út í að telja upp tíu atriði sem maður myndi vilja gera gæti maður skipt um kyn í eina viku. Það er ekki oft sem mig langar til að vera af öðru kyni, aðallega á Þjóðhátíð kannski, væri skrambi gott að geta sprænt standandi. En hér kemur þessi listi:

Það sem ég myndi gera gæti ég skipt um kyn í eina viku.

1. Hækka í launum
2. Pissa standandi utan í vegg eða tré
3. Skoða og handleika “fjölskyldudjásnin”
4. Komast að því hvað er svona frábært við “blástursaðferðina”
5. Segja “ég kann´ettiggi” þegar ég á að skúra eða gera handavinnu
6. Grilla með bjór í hönd á meðan einhverjir aðrir hugsa um allt hitt
7. Drekka koníak og reykja vindil með sýslumanninum og lögreglustjóranum
8. Sækja um inngöngu í Frímúrararegluna
9. Leggja mig fram um að lenda í kaffi á karlakjaftaklúbbum bæjarins s.s. Olís, Reynistað, Netagerðinni o.s.frv.
10. Koma með ömurlega pikkup línu kortér í fimm (the new kortér í þrjú)


Nú get ég ekki hætt. Þetta myndi ég gera til að breyta ímynd karla

11. SPYRJA til vegar þegar ég villist.
12. Hægja á bílnum áður en ég ek yfir hraðahindrun.


Ég ætla að löðrunga eftirtalda:

Andra Húgó
Kela
Möttu frænku
Adam (þó að hann sé ekki sá öflugasti í blogginu þá er ég viss um að það verður áhugavert að vita hvað hann myndi gera sem kona!!)
Sóley (þú mátt smella þínum lista í kommentin mín þar sem ég veit að þú nennir ekki að byrja að blogga )

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég þarf að hugsa þetta. Hef aldrei leitt hugan að þessu áður. Skemmtileg vangavelta. Takk annars fyrir að lemja mig :-)

2:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha.... þú ert yndisleg Ása... jii ég skal reyna að finna eitthvað upp en held ég hafi ekki hugmyndaflug eins og þú ;o)

9:11 e.h.  
Blogger Jóna Heiða said...

Vááá það væri frábært að geta pissað standandi. Það væri kannski möguleiki að græða hlutinn á mann svo maður gæti notið svoleiðis lúxus. Aaaa Það væri ljúft líf...

5:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Við eigum allavegana eitt sameiginlegt sem karlmaður eða það að vilja kíkja í karlaklúbba bæjarins hehehe

10:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh, nú veit ég bara ekki. Það eina sem kemur upp í hugann er að geta pissað þar sem ég vil og þurfa ekki að hafa áhyggjur af að einhver sjái bossann...........og mér fannst listinn hennar Hildar svo flottur að það er varla hægt að toppa það...

1. Pissa í viku :) (vera bara búin með kvótann for life!)
2. Labba um ber að ofan
3. Það tekur víst lengur en viku að verða forseti........svo að ég ættla að stara bara á liminn og leika mér við hann öðru hvoru....
4. Ætla ekki að raka neitt
5. Njóta þess að sleppa við túrinn þennan mánuðinn
6. Sofa hjá alveg fullt af stelpum án þess að hafa neinn móral yfir því að hafa aldrei aftur samband við þær
7. Verða svo full(ur) að það þarf að bera mig heim, og hafa engann móral yfir því að vinurinn hékk út um rifuna á tímabili, og vera bara hress og kát(ur) með lífið
8. (nú er ég að hugsa).....fara með bílinn minn á verkstæði og ekki hafa áhyggjur að það er verð að féfletta mig!
9. læra kannski bara að gera við bílinn sjálf(ur), það er örugglega betra sem karlmaður vegna þess að það er ekki látið við þig eins og þú sért alger hálfviti og veist bara ekki neitt og átt bara að láta karlana sjá um þetta hvort eð er....
10. kenna öðrum mönnum allt um konur!!! en gefst nokkuð tími í það á milli þess sem ég er að leika við vinninn, drekka, sofa hjá og gera við bílinn.........sko ég er orðinn sannur karlmaður!!!

9:12 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Góð(ur) Sóley!

11:34 f.h.  
Blogger Andri Hugo said...

Æjiiii, ég nenn'ekki!!! Skal hugsa málið ;)

12:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home